Dagur ösku!
Skítlegt veður á svona skemmtilegum degi. Ég fékk ótal afmæliskveðjur í dag þó ég eigi ekki afmæli strax. Afmælisdaginn bar nefnilega upp á öskudag í fyrra og því kannski eðlilegt að litlir kollar ruglist. Ég er svo heppin að eiga afmæli í vetrarfríinu í skólanum svo ég slepp við allt svona afmælisrugl núna :)
Ég fór í lokamælingu í kvöld, bara þokkalega sátt við árangurinn. Er búin að skera af mér 3% af aukafarangri. Samt hvergi nærri hætt, ætla að fjarlæga að minnsta kosti 3% í viðbót. Jamm! Það besta er að ég hef aldrei á allri ævinni minni borðað eins mikið og undanfarnar vikur. Þurfti reyndar að breyta mataræðinu mikið eftir "næstum magasár" í desember, get meira að segja með stolti sagt að ég sé farin að borða morgunmat :) Jei fyrir því líka. Það er frábært þegar vel gengur. 3% er nú bara slatti, ég hefði ekkert á móti að fá bara 3% af víkingalottó vinningnum!! Maður biður nú ekki um mikið.
Ég fékk hláturskrampa áðan! Greinilegt að einhverjum er farið að leiðast...innið mig eftir þessum brandara næst þegar ég hitti ykkur, því ég læt nú ekki hvað sem er flakka hér....þó næstum allt! En nei....ekki þennan....en bara fyndið!
Ég vaknaði annars eldsnemma í morgun til að klæða mig upp fyrir daginn. Eftir mikla leit í gærkvöldi komst ég af því að Batman er týndur og ég varð því að dubba mig upp á einhvern annan hátt. Ég fór því bara í alls konar föt, sem áttu það sameiginlegt að vera litrík og hallærisleg. Setti tvö tíkó í hárið og leit út eins og lukkutröll. Mun setja myndir í albúmið næst þegar ég finn tíma fyrir miðnætti. Krakkarnir spurðu mig hvað ég væri og ég sagðist bara vera ég. Eftir nokkurn tíma kemur svo ein prinsessan mín og sagðist alveg vita hvað ég væri...."þú ert regnbogi, því þú ert með alla liti" Flott útskýring og seinni part dagsins var ég því bara regnbogi. Ekki man ég eftir að öskudagur hafi verið svona skemmtilegur þegar maður var yngri.
Það er alveg magnað hvað dagarnir eru stuttir þessa dagana. Allt blessað með það, því þegar maður hefur nóg að gera er maður ekki að hugsa um það sem skiptir ekki máli og velta sér í ruglinu. Ég trúi ekki ennþá að ég hafi misst af fimmta ER þættinum í röð :(
Ég fór í lokamælingu í kvöld, bara þokkalega sátt við árangurinn. Er búin að skera af mér 3% af aukafarangri. Samt hvergi nærri hætt, ætla að fjarlæga að minnsta kosti 3% í viðbót. Jamm! Það besta er að ég hef aldrei á allri ævinni minni borðað eins mikið og undanfarnar vikur. Þurfti reyndar að breyta mataræðinu mikið eftir "næstum magasár" í desember, get meira að segja með stolti sagt að ég sé farin að borða morgunmat :) Jei fyrir því líka. Það er frábært þegar vel gengur. 3% er nú bara slatti, ég hefði ekkert á móti að fá bara 3% af víkingalottó vinningnum!! Maður biður nú ekki um mikið.
Ég fékk hláturskrampa áðan! Greinilegt að einhverjum er farið að leiðast...innið mig eftir þessum brandara næst þegar ég hitti ykkur, því ég læt nú ekki hvað sem er flakka hér....þó næstum allt! En nei....ekki þennan....en bara fyndið!
Ég vaknaði annars eldsnemma í morgun til að klæða mig upp fyrir daginn. Eftir mikla leit í gærkvöldi komst ég af því að Batman er týndur og ég varð því að dubba mig upp á einhvern annan hátt. Ég fór því bara í alls konar föt, sem áttu það sameiginlegt að vera litrík og hallærisleg. Setti tvö tíkó í hárið og leit út eins og lukkutröll. Mun setja myndir í albúmið næst þegar ég finn tíma fyrir miðnætti. Krakkarnir spurðu mig hvað ég væri og ég sagðist bara vera ég. Eftir nokkurn tíma kemur svo ein prinsessan mín og sagðist alveg vita hvað ég væri...."þú ert regnbogi, því þú ert með alla liti" Flott útskýring og seinni part dagsins var ég því bara regnbogi. Ekki man ég eftir að öskudagur hafi verið svona skemmtilegur þegar maður var yngri.
Það er alveg magnað hvað dagarnir eru stuttir þessa dagana. Allt blessað með það, því þegar maður hefur nóg að gera er maður ekki að hugsa um það sem skiptir ekki máli og velta sér í ruglinu. Ég trúi ekki ennþá að ég hafi misst af fimmta ER þættinum í röð :(
3 comments:
At 12:41 AM, hanna lisa said…
Hjúkket..... ætlaði að segja að þú hefðir átt afmæli í dag. Þú segir mér kannski brandarann á morgun :-)
At 10:12 AM, Gugga said…
Er ennþá verið að sýna ER???
At 3:07 PM, Halla said…
Hvernig er brandarinn???:)
Post a Comment
<< Home