Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, February 08, 2005

Gjafirnar!

Þegar maður kennir svona litlum börnum er maður alltaf að fá skemmtilegar gjafir frá nemendunum. Oft eru þetta lítil listaverk, sem búið er að setja límband á, jafnvel hefta saman og stundum fylgir meira að segja fallegur límmiði. Svo koma skemmtilegar athugasemdir eins og "ðu er pesti kenari í hemi"!! Mér þykir afskaplega vænt um þetta og hef safnað því eftirminnilegasta í möppu frá því ég byrjaði að kenna.

Svo kemur það stundum fyrir að börnin teikna handa manni mynd og er það helsta ástæða skrifa minna í dag. Stundum fær maður myndir sem líta út eins og slys en með því að spjalla við börnin fær maður útskýringu á listaverkunum og þá eru þetta engin slys lengur. Hringur getur táknað flugvél og kross manneskju....Í þeirra huga (og mínum) eru þetta allt fullkomin listaverk sem ættu betur heima á listasöfnum en mörg klessuverk sem hampað er þar í dag. Anyways...vegna mikilla veikinda undanfarið hafa mörg barnanna þurft að vera inni í frímínútum. Í gær teiknuðu þau fimm sem voru inni mynd handa kennaranum sínum. Fjórar þeirrar voru keimlíkar, allar af einhverri gulri teiknimyndafígúru - mig minnir að hann heiti Snúður eitthvað. Á greinilega upp á pallborðið hjá börnunum núna. Fimmta myndin var svo með sól í einu horninu, skýjum og bláum himni. Svo var á því stórt og flott fjall, ljósbrúnt að neðan og dökkbrúnt að ofan - eða það hélt ég alla vega. Þegar ég fæ myndina í hendurnar segi ég við barnið "rosalega er þetta flott landslag". Barnið varð hálfhissa en sagði ekkert, ég spurði því "er þetta eitthvað sérstakt fjall?" Um leið og ég sleppti orðinu sá ég að ég var eitthvað að misskilja myndina því barnið setti upp hneysklunarsvip, galopnaði augun og sagði síðan með pirrandi röddu.....!

"Þetta er ekkert fjall, þetta er rjómabolla!!!"

Já! það er best í heimi að vera kennari :)

1 comments:

  • At 5:21 AM, Blogger Halla said…

    Já ég er viss um að þú ert (b)pesti kennari í heimi:) Krakkar geta verið svo mikil krútt:)

     

Post a Comment

<< Home