Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, February 10, 2005

Svekkelsið!!

..Það er náttúrulega alveg hræðilegt að fara svona með mann. Í gær var ég svo sátt við sjálfa mig og minn niðurskurð. Í dag er ég ógeðslega svekkt. Ég varð í öðru sæti í brennslunni, 0.1% á eftir þeim sem var fyrstur.....arrggggg. Ef ég hefði sem sagt verið 0.2% duglegri hefði ég fengið frítt á næsta námskeið - 8000 króna sparnaður. Nú er ég náttúrulega baaaara svekkt og sit bara og raða í mig gulrótum og rófum. Þetta var ábyggilega út af þessum focking KFC eða af Chicken fingers dótinu....skamm skamm.

..Það er búið að vera eitt svona "hirðfífl" á þessu námskeiðinu með okkur. Hann mætir alltaf síðastur, fer tvisvar í hverjum tíma að fylla á vatnsbrúsann og fer svo áður en tíminn klárast. Það er mikið búið að gera grín að honum greyinu. Stundum þannig að keyrði um þverbak - einu sinni skammaðist ég meira að segja og sagði: þið eigið ekki að tala svona, hann er örugglega með hiksta einhvers staðar núna. Alla vega, í gær öskudag, þegar ég var í regnbogafötunum kemur ekki bara gaurinn að ná í barnið sitt í skólann...sem NOTA BENE er í bekknum hjá mér. Gúbb!

..Eftir nokkra eftirgrennslan kom það í ljós að ég er ekki búin að missa af nema einum ER þætti. Handbolti, tónlistarverðlaun og nú Gettu betur eru búin að yfirtaka eina sjónvarpsefnið sem mér finnst skemmtilegt. En mikið rosalega líður mér nú samt vel þegar ég veit það að ég hef ekki misst af neinu. Takk Sibba að benda mér á þetta og sagan er ekki um þig hún er um hann.....nei! Sumt skrifa ég ekki hér...en samt bara fyndið :)

..Ég var að baka brauð, prófa enn eina nýja og spennandi uppskrift. Þetta brauð er með kartöflum og graslauk. Hljómar spennandi. Það verður samt erfitt að slá út epla og rúsínubrauðinu góða - það sló alveg í gegn. Ég bjó til svona efnafræðisprengju hérna inni. Ég nefnilega lenti í því um daginn að gulrótarbrauðið mitt bara dó - gerið vann ekki sitt hlutverk og það hefði verið hægt að nota brauðið sem lurk í fornöld. Nú ætlaði ég sko ekki að láta það koma fyrir, þess vegna setti ég pínulítið meira ger en uppskriftin sagði...ekki mikið meira en samt meira. Svo breiddi ég viskustykki yfir brauðið, geymdi það á heitum stað og fór í leikfimi. Kom heim klukkutíma síðar og þá var brauðið út um allt, skálin lá á hliðinni og viskastykkið svona 20 cm. þar frá með smádeigklessum á. Brauðið var svo búið að dreifa sér um borðið eins og síróp :) Hefði verið gaman að sjá þessa sprengingu.

..Ég fór í Bónus í dag að kaupa mjólk og special K - ábyggilega í fyrsta sinn sem ég hef hent morgunkornspakka sem var tómur. Jei fyrir því. Alla vega gaurinn með versta starf í heimi var að vinna í Bónus. Ég er oft að spá í tilgangi veru hans þarna. Hann labbar um alla búð með lítið tæki sem hann ýtir að öllum strikamerkjum í búðinni. Þegar tækið nemur merkið gefur það frá sér svona bíb hljóð. Ég fer nú ekki oft í Bónus en gaurinn er alltaf að gera þetta sama. Hann hlýtur að tala á morsemáli - eitt bíb fyrir já og tvö bíb fyrir nei. Minnir mig þegar ég og Gugga spiluðum yfir okkur í Bomb sweeper í skólaferðalaginu í sjötta bekk. Við gátum hvorugar sofið fyrir hljóðunum í tölvuspilinu sem þó var off lengst niður í tösku.....!

..Meira um Bónus, annað sem ég skil ekki!! og nú fer ég í tuðgallann. Af hverju í ósköpunum sumar mæður tala við börnin sín í þriðju persónu. Á mamma að kaupa svona, á mamma að hjálpa þér, á mamma, á mamma, á mamma? Það er eins og þær hætti að vera ég þegar þær verða mæður. Svo vita börnin ekki hvernig þau eiga að titla þessa konu öðruvísi en mamma í stað fornafna eins og ég og þú. Restina af þessari færslu ætlar Janus því að tala eins og sumar mömmur.

..Þar sem Janus komst tiltölulega snemma í tölvuna var Janus að hlaða inn nokkrum myndum, annars vegar úr frænkupartýinu og hins vegar frá öskudeginum. Janus er nefnilega duglegur á fimmtudögum.

Janus segir því góðar stundir.

2 comments:

  • At 6:29 PM, Blogger Halla said…

    Vá hvað þú ert dugleg að vera í öðru sæti maður:) Til hamingju með silfrið!

    Ertu viss um að þú sést ekki geimveruskyggn? Sér einhver annar þessa pípveru?

     
  • At 7:12 PM, Blogger Helena said…

    Þú varst ekki smá dugleg í átakinu þínu, alltaf gaman að vera í öðru sæti því þá leggur maður meira á sig næst til að vera í 1. sæti :) hehehe
    Rosalega góð myndin af húsverðinum!!!! heheheh

     

Post a Comment

<< Home