Baráttan!!
Ég er búin að berjast eins og Gladiator alla helgina og ég held hreinlega að ég sé búin að reka þennan flensudraug í burtu. Er reyndar alveg geðveikt illt hálsinum en annars bara nokkuð brött. Held að inniveran hafi gert útslagið.
Um helgina samdi ég eitt stykki leikrit með hvorki fleiri né færri en 23 persónum, það er læknir, gella, kokkur, skúringarkona og meira að segja bæjarstjóri. Eftir að hafa leita ráða hjá fólki með reynslu sá ég að best væri bara að sjá um þetta sjálf. Ég hristi því eitt stykki leikrit um Vinabæ fram úr erminni þar sem allir í bekknum hafa hlutverk. Segi kannski ekki að þetta hafi verið það auðveldasta sem ég hef gert, þegar ég nálgaðist persónur númer 20 var hugmyndaflugið orðið af mjög skornum skammti. En hófst að lokum og ég hlakka til að sjá hvernig þetta gengur. Einhver á pottþétt eftir að fara í fýlu.
Í dag fór ég svo í þorrablót hjá hinum helmingum af fjölskyldunni. Í þetta sinn mættu meira að segja öll systkinin. Það hefði ömmu dúllu þótt gaman að sjá. Þetta var bara hin mesta skemmtun og þessi ættleggur ekki síðri en hinn. Nokkrir gítarar voru með í för og Gamli fordinn sló alveg í gegn eins og fyrri daginn. Meiri frjósemin í þessu liði, í dag voru hvorki fleiri né færri en fjórar óléttar konur, maður sat nú bara með krosslagða fætur - annars staðar er svo ein ólétt enn. Þetta þýðir að á sama tíma að ári verður búið að fjölga um að minnsta kosti fimm - nema einhverjir geri dodo á næstu mánuðum. Kannski það verði bara til idol-barn!!!
Ég liðaðist síðan í rauðum ormi á 30 til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið og á móti kom hvítur ormur. Alveg stanslaus umferð alla leiðina í bæinn og færðin bauð svo sem ekki upp á neinn rallýakstur. Kisa pissaði enn og aftur í búrið, ég held hún haldi að ef hún pissi alltaf í búrið þá hætti ég að láta hana í það. En nei! í búrið skal kötturinn þó það ilmi eins og rassinn á henni sjálfri. Ég mun ekki gefast upp!
Svo er nú það. Ég keypti mér hamborgara og franskar áðan, eina sukkið næstu fimm vikur því nýtt námskeið byrjar á morgun og nú ætlar Janus jóli að verða númer eitt þótt hún verði að naga utan af beinunum....!
Hangikjötslæri, pilla rækjur og súr hvalur. Over og út!
Um helgina samdi ég eitt stykki leikrit með hvorki fleiri né færri en 23 persónum, það er læknir, gella, kokkur, skúringarkona og meira að segja bæjarstjóri. Eftir að hafa leita ráða hjá fólki með reynslu sá ég að best væri bara að sjá um þetta sjálf. Ég hristi því eitt stykki leikrit um Vinabæ fram úr erminni þar sem allir í bekknum hafa hlutverk. Segi kannski ekki að þetta hafi verið það auðveldasta sem ég hef gert, þegar ég nálgaðist persónur númer 20 var hugmyndaflugið orðið af mjög skornum skammti. En hófst að lokum og ég hlakka til að sjá hvernig þetta gengur. Einhver á pottþétt eftir að fara í fýlu.
Í dag fór ég svo í þorrablót hjá hinum helmingum af fjölskyldunni. Í þetta sinn mættu meira að segja öll systkinin. Það hefði ömmu dúllu þótt gaman að sjá. Þetta var bara hin mesta skemmtun og þessi ættleggur ekki síðri en hinn. Nokkrir gítarar voru með í för og Gamli fordinn sló alveg í gegn eins og fyrri daginn. Meiri frjósemin í þessu liði, í dag voru hvorki fleiri né færri en fjórar óléttar konur, maður sat nú bara með krosslagða fætur - annars staðar er svo ein ólétt enn. Þetta þýðir að á sama tíma að ári verður búið að fjölga um að minnsta kosti fimm - nema einhverjir geri dodo á næstu mánuðum. Kannski það verði bara til idol-barn!!!
Ég liðaðist síðan í rauðum ormi á 30 til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið og á móti kom hvítur ormur. Alveg stanslaus umferð alla leiðina í bæinn og færðin bauð svo sem ekki upp á neinn rallýakstur. Kisa pissaði enn og aftur í búrið, ég held hún haldi að ef hún pissi alltaf í búrið þá hætti ég að láta hana í það. En nei! í búrið skal kötturinn þó það ilmi eins og rassinn á henni sjálfri. Ég mun ekki gefast upp!
Svo er nú það. Ég keypti mér hamborgara og franskar áðan, eina sukkið næstu fimm vikur því nýtt námskeið byrjar á morgun og nú ætlar Janus jóli að verða númer eitt þótt hún verði að naga utan af beinunum....!
Hangikjötslæri, pilla rækjur og súr hvalur. Over og út!
0 comments:
Post a Comment
<< Home