Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, February 15, 2005

Enn ein síðan!!

Hvort sem þið trúið því eður ei, þá er ég búin að búa mér til enn eina bloggsíðu. Ég held að ég fari bráðum að breytast í eitthvað svona gamaldagstölvunörd - sem held úti þremur bloggsíðum!!!

Þessi nýjasta er reyndar bara fyrir ferðina í sumar, þar sem ég, börnin og foreldrar söfnum saman skemmtilegum hlutum. Maður getur rétt ímyndað sér breytinguna sem hefur orðið á starfi cisv á síðustu ca. 10 árum. Þá var fólk að hafa samskipti með bréfaskriftum og svo einstaka símtölum. Núna skýtur maður út upplýsingum og er búin að fá comment á þær nokkrum tímum seinna. Alveg magnað. Í sumar þegar ég kemst í tölvu get ég svo skrifað foreldrum um verkefni dagsins...og volla beint frá USA til Íslands og allir glaðir.

Ég fór til Gurrýar og Jóhanns áðan og horfði með þeim á eina gamla góða klassíska vitleysu, lögguskólann númer 2. Alveg tuttugu ár síðan ég sá hana síðast. Mig langar í svona klakavélaísskáp - þá fyrst væri auðvelt að þamba vatn og bryðja klaka þess á milli.

Í fréttablaðinu í dag er sagt frá kennara sem dæmd var í fangelsi fyrir að sænga hjá nemanda sínum. Konan er þrjátíu og fjögra ára og á fjögur börn þar af tvö með þessum nemanda. Eftir sjö ára aðskilnað þ.e. hún er búin að vera í fangelsi í sjö ár fær þetta kærustupar nú loksins að vera saman. Þá kemur að creepy hlutanum, nemandinn sem er strákur var aðeins 12 ára þegar hún var dæmd í fangelsi. 12 ára, 12 ára - hann er ekki einu sinni fermdur, er yfirleitt komið hvolpavit í 12 ára gamla stráka?

Mig bráðvantar einhvern sem talar norsku....ég ætla að orða þetta öðruvísi.
Ef ÞÚ talar/lest norsku eða þekkir einhvern sem það gerir þá please, please, please, please aðstoðaðu mig. Það er alveg undarlegt að háskólarnir í Noregi skuli ekki bjóða upp á enskt-version af síðunum sínum. Ég er alveg gersamlega lost. Vona að viðbrögðin láti ekki á sér standa. Tala ekki báðar Höllurnar norsku?

2 comments:

Post a Comment

<< Home