Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Friday, February 18, 2005

Loksins hljóð!!

Klukkan að ganga sex og loksins, loksins er orðið hljótt á ganginum. Ég er svo pirruð á þessu að ég er að hugsa um að krefjast bóta. Það er ekki sanngjarnt meðan sumir kennarar heyra ekki í sjálfum sér fyrir hávaða hvern einasta dag geti aðrir setið í rólegheitum og hlustað á tónlist. Það er ábyggilega hægt að finna ákvæði um þetta í þessum meingölluðu kjarasamningum. Það hlýtur að ganga það sama yfir alla.

Það styttist í sumarbústaðahelgina miklu. Ég ætla að rjúka af stað strax eftir vinnu á morgun (slepp við hávaðann þann daginn), kippti Guggunni og Öllunni með mér í Kópavoginum og bruna svo á Selfoss og þaðan upp í sveit. Þetta verður stelpupartý stemming :)

Ég vaknaði við kisu í morgun. Stundum virkar hún svona eins og vekjaraklukka sem fer á stjá upp úr hálf átta. Hún er búin að finna upp nýja íþrótt sem hlýtur nafnið rimlagardýnu-tog-bolti. Markmið íþróttarinnar er að framleiða eins mikinn hávaða og hægt er með því að troða fæti í gardýnuna og láta hana smella til baka. Eftir nokkurn tíma gafst ég upp á að reyna að sofa og fór fram á klósett og burstaði tennurnar, kveikti ljós og fór að gramsa eftir fötum. Fyrir tilviljun eða heppni leit ég á klukkuna og....já! Það fór ekkert á milli mála að kisa hafði vaknað snemma þennan morguninn því klukkan var 01:55. Ég var sem sagt nýsofnuð og þótti ekki leiðinlegt að hoppa aftur í rúmið, með extra burstaðar tennur. Mun loka að mér næstu nótt.

Held ég sé að fara í pitsupartý á eftir :) Er ekki mega-vika?

0 comments:

Post a Comment

<< Home