Bloggið!!
Mér finnst mjög gaman að flakka um netið og lesa bloggsíður hjá þeim sem ég kannast við. Sumar síður skoða ég daglega, sumar svona þrisvar í viku, sumar einu sinni og stundum lendir maður inn á hrútleiðinlegum bloggsíðum sem maður passar sig á að lesa aldrei aftur. Hver síða er náttúrulega lituð af þeim einstaklingi sem hana skrifar og hverjum náttúrulega frjálst að skrifa það sem hann vill og það besta...mér er í sjálfsvald sett hvort ég les þessar síður.
Flestir bloggarar sem ég les eru að skrifa um daginn og veginn, hvað þeir voru að gera um helgina eða í dag, stundum blandast einhverjar djúpar pælingar inn í, einstaka prófum er smellt á síðuna, stundum þarf fólk að ræða um vinnuna, stundum bullar það og stundum setur það orð annarra á síðuna t.d. dægurlagatextar, bútar úr blaðagreinum eða heilræði. Þetta eru blogginn sem mér finnst skemmtilegust. Það er náttúrulega hrútleiðinlegt að lesa blogg þar næstum sami texti er settur fram aftur og aftur. Mér finnst til dæmis mjög leiðinlegt að lesa blogg hjá fólki sem skrifar bara um vinnuna. Smá saman hættir maður að gera sér grein fyrir manneskjunni og eftir verður bara upptalning á vinnunni. Vinnan er þeirra líf og lífið er vinnan.
Það mun því jafnvel hryggja ykkur að nú ætla ég að skrifa um vinnuna - í annað skipti í síðustu sjö færslum :) Ég segi því bara eins og Soffía:
(varúð vinna)
Í dag sýndu börnin mín leikritið sem ég er búin að liggja yfir mörg kvöld síðustu vikur, síðast í gærkvöldi sat ég og málaði skókassa svo úr yrði vídeomyndavél :) Alla vega leikritið var sýnd í morgun og ég er bara þokkalega mikið montinn með árangurinn. Það hlýtur að teljast afrek að fá 23 börn til að standa uppi á sviði fyrir framan fullt af öðrum börnum og fullorðnum, syngjandi, dansandi, brosandi og standa sig eins og hetjur. Fólkið í salnum skellihló og hafði greinlega húmor fyrir svona sjö ára. Eða hafði kannski húmor fyrir húmornum mínum. Ég er alla vega ekki viss um að ég hefði þorað að standa svona ein uppi á sviði og leika þegar ég var sjö ára. (varúð barnalandstexti): Mér leið svona eins og stoltu foreldri (eða kennara). Það fyndnasta var að þegar þetta var allt yfirstaðið sagði eitt barnið "þetta var gaman, hvenær leikum við aftur". Úfff það verður nokkur stund áður en ég legg í svona vinnu aftur.
(vinnutexta lýkur).
Ákvað í dag að halda smá afmælisveislu á föstudaginn, þó ég eigi að vera mætt á námskeið snemma á laugardagsmorguninn. Það er ekki oft sem maður á afmæli á föstudegi. Ef ykkur langar í afmæli megið þið bjóða sjálfum ykkur :) Vinsamlegast komið ekki með pakka :)
Hinn hausinn minn stækkar og mér farið að líða eins og fílamanninum.
Góðar stundir.
Flestir bloggarar sem ég les eru að skrifa um daginn og veginn, hvað þeir voru að gera um helgina eða í dag, stundum blandast einhverjar djúpar pælingar inn í, einstaka prófum er smellt á síðuna, stundum þarf fólk að ræða um vinnuna, stundum bullar það og stundum setur það orð annarra á síðuna t.d. dægurlagatextar, bútar úr blaðagreinum eða heilræði. Þetta eru blogginn sem mér finnst skemmtilegust. Það er náttúrulega hrútleiðinlegt að lesa blogg þar næstum sami texti er settur fram aftur og aftur. Mér finnst til dæmis mjög leiðinlegt að lesa blogg hjá fólki sem skrifar bara um vinnuna. Smá saman hættir maður að gera sér grein fyrir manneskjunni og eftir verður bara upptalning á vinnunni. Vinnan er þeirra líf og lífið er vinnan.
Það mun því jafnvel hryggja ykkur að nú ætla ég að skrifa um vinnuna - í annað skipti í síðustu sjö færslum :) Ég segi því bara eins og Soffía:
(varúð vinna)
Í dag sýndu börnin mín leikritið sem ég er búin að liggja yfir mörg kvöld síðustu vikur, síðast í gærkvöldi sat ég og málaði skókassa svo úr yrði vídeomyndavél :) Alla vega leikritið var sýnd í morgun og ég er bara þokkalega mikið montinn með árangurinn. Það hlýtur að teljast afrek að fá 23 börn til að standa uppi á sviði fyrir framan fullt af öðrum börnum og fullorðnum, syngjandi, dansandi, brosandi og standa sig eins og hetjur. Fólkið í salnum skellihló og hafði greinlega húmor fyrir svona sjö ára. Eða hafði kannski húmor fyrir húmornum mínum. Ég er alla vega ekki viss um að ég hefði þorað að standa svona ein uppi á sviði og leika þegar ég var sjö ára. (varúð barnalandstexti): Mér leið svona eins og stoltu foreldri (eða kennara). Það fyndnasta var að þegar þetta var allt yfirstaðið sagði eitt barnið "þetta var gaman, hvenær leikum við aftur". Úfff það verður nokkur stund áður en ég legg í svona vinnu aftur.
(vinnutexta lýkur).
Ákvað í dag að halda smá afmælisveislu á föstudaginn, þó ég eigi að vera mætt á námskeið snemma á laugardagsmorguninn. Það er ekki oft sem maður á afmæli á föstudegi. Ef ykkur langar í afmæli megið þið bjóða sjálfum ykkur :) Vinsamlegast komið ekki með pakka :)
Hinn hausinn minn stækkar og mér farið að líða eins og fílamanninum.
Góðar stundir.
5 comments:
At 12:09 PM, Gugga said…
Ég ætla að koma og koma með gest með mér :) Fyrst maður á ekki að koma með pakka ætla ég bara að eiga dótið sem ég ætlaði að gefa þér sjáf..........þér var nær!!!
Hlakka til að sjá ykkur á föstudaginn...þ.e. þig og hausinn :þ
At 3:28 PM, Tilvera okkar.... said…
eeee.... okei :( buhuhuhu og grenj mig langar í afmælisgjöfina sem Guggi ætlaði að gefa mér :(
At 10:59 PM, Halla said…
TIL HAMINGJU MEÐ FRUMSÝNINGUNA á verkinu:)
At 11:08 PM, Tilvera okkar.... said…
Takk elskan!
At 10:28 AM, Gugga said…
Ókei....ég skal gefa þér pakkann :)
Post a Comment
<< Home