Hlíðarhelgin!!
Aftur var skundað í Hlíð, síðast var þangað farið 24.-25.október 2003 og því alveg komin tími á nýjan hitting. Helgin var mjög skemmtilegt þar sem mikið var brallað og prófað, hlegið, spáð, sungið, hnútað, hlegið, dansað, étið og sofið. Þetta var góð upptalning á lýsingarorðum. Frekar að fara að skrifa hér ferðasögu í heilu lagi ætla ég bara að telja upp það sem mér fannst skemmtilegast og eftirminnilegast.
Farangurinn í bílnum mínum þegar við komum upp í Hlíð, skil ekki hvaðan allt þetta dót kom og svo hvert það fór. Þegar músin bankaði upp á. Það var í alvörunni bankað og fyrir utan stóð mús :) Koddahjalið fyrir svefninn bæði kvöldin. Twisterið sló alveg í gegn, ekki von á góðu þegar margir stórir skrokkar koma saman. Það spil var svo miklu auðveldara þegar maður var yngri. Spárnar allar! Hvort sem spáð var í tarot (ég sem ætlaði ekki að gera það aftur) eða bolla var mjög gaman að þeim umræðum sem sköpuðustu í kringum það. Mörg leyndarmál, bæði gömul og ný komu upp á yfirborðið og rædd :) Gaman að því enda bara til gamans gert. Trúnóið við Guggu! Singstar sló í gegn. Veðrið sló í gegn. Helgin sló í gegn. Við slógum allar í gegn.
Eina vandamálið var hve fljót helgin var að líða, ég hefði alveg verið til í að vera að minnsta kosti einn dag enn ef ekki tvo. Ég fór svo til læknis á leiðinni til Keflavíkur. Komst af því að kýlið sem er að vaxa út úr hálsinum er ekki nýr haus eins og Guðni mágur hélt fram, og ekki var það hettusótt eins og hjúkkan giskaði á. Nei! Þetta eru bara flensueinkenni, sem sagt ofurbólginn eitill sem á sennilegast eftir að fara í sitt rétta form á næstu dögum. Ef ekki þá getur þetta verið eitthvað sem heitir einkyrningssótt. Eða eins og læknirinn sagði.."það er veirusýking í eitlum sem svona ungt og myndarlegt fólk fær, hún smitast með kossum" Jei! ég er ung og myndarleg (þetta var algjör dúllulæknir). En þar sem engir heitir kossar hafa verið á þessari ungu og myndarlegu manneskju síðan 1.des er einkyrningssóttar-skýringin frekar vafasöm. Ég verð því bara að ganga í rúllukraga þangað til þessi "wannabe haus" hverfur :)
Góðar stundir.
Farangurinn í bílnum mínum þegar við komum upp í Hlíð, skil ekki hvaðan allt þetta dót kom og svo hvert það fór. Þegar músin bankaði upp á. Það var í alvörunni bankað og fyrir utan stóð mús :) Koddahjalið fyrir svefninn bæði kvöldin. Twisterið sló alveg í gegn, ekki von á góðu þegar margir stórir skrokkar koma saman. Það spil var svo miklu auðveldara þegar maður var yngri. Spárnar allar! Hvort sem spáð var í tarot (ég sem ætlaði ekki að gera það aftur) eða bolla var mjög gaman að þeim umræðum sem sköpuðustu í kringum það. Mörg leyndarmál, bæði gömul og ný komu upp á yfirborðið og rædd :) Gaman að því enda bara til gamans gert. Trúnóið við Guggu! Singstar sló í gegn. Veðrið sló í gegn. Helgin sló í gegn. Við slógum allar í gegn.
Eina vandamálið var hve fljót helgin var að líða, ég hefði alveg verið til í að vera að minnsta kosti einn dag enn ef ekki tvo. Ég fór svo til læknis á leiðinni til Keflavíkur. Komst af því að kýlið sem er að vaxa út úr hálsinum er ekki nýr haus eins og Guðni mágur hélt fram, og ekki var það hettusótt eins og hjúkkan giskaði á. Nei! Þetta eru bara flensueinkenni, sem sagt ofurbólginn eitill sem á sennilegast eftir að fara í sitt rétta form á næstu dögum. Ef ekki þá getur þetta verið eitthvað sem heitir einkyrningssótt. Eða eins og læknirinn sagði.."það er veirusýking í eitlum sem svona ungt og myndarlegt fólk fær, hún smitast með kossum" Jei! ég er ung og myndarleg (þetta var algjör dúllulæknir). En þar sem engir heitir kossar hafa verið á þessari ungu og myndarlegu manneskju síðan 1.des er einkyrningssóttar-skýringin frekar vafasöm. Ég verð því bara að ganga í rúllukraga þangað til þessi "wannabe haus" hverfur :)
Góðar stundir.
0 comments:
Post a Comment
<< Home