Er veturinn búinn?
..eða að minnsta kosti vetrarfríið. Ég lækkkaði á ofnunum hjá mér á miðvikudaginn og ákvað að nú væri að koma vor. Fyrir vikið er allt í einu geðveikur kraftur á sturtunni, í staðinn fyrir dropateljarann sem þar var. Í morgun þegar ég vaknaði á Selfossi var snjókoma.
Langt síðan ég hef átt svona troðna helgi, ætla ég að fara að sofa eftir nokkrar mínútur svo ég verði mönnum sigandi á morgun.
Afmælið mitt á föstudaginn var bara mjög skemmtilegt þrátt fyrir nokkur afföll á síðustu stundu. Það er leitt þegar fólk temur sér að hætta alltaf við á síðustu stundu. Ég á því slatta eftir að veigum fyrir afmælisveisluna að ári. Ég fékk geðveikt flotta lopapeysu og húfu í afmælisgjöf frá Guggu, mamma Munda prjónaði það allt saman svo mér þykir ennþá vænna um það fyrir vikið. Inga gaf mér geðveikt spennandi bók sem ég mun hella mér í innan skamms. Svo fékk ég geðveika pönnu frá mömmunni minni og pabbanum mínum og huge-blómvönd úr sveitinni. Alltaf gaman að fá pakka.
Allur laugardagurinn fór í námskeið fyrir utanlandsferðina í sumar. Margt fróðlegt sem kom fram og ég lærði fullt af nýjum og skemmtilegum leikjum. Lengd laugardagsins skemmdi þetta samt algerlega fyrir mér enda öll athygli búin um kaffi, en samt var setið til sjö. Ég er náttúrulega algerlega dottin úr þjálfun við að sitja svona lengi og hlusta - alveg þrjú ár síðan ég var síðast í skóla. Ég ímynda mér að þessi samtök standi á svipuðum grunni og skátarnir, nema náttúrulega miklu skemmtilegri og ekki eins hlaðin svona "lummó" hefðum eins og skátarnir. Eitt sinn skáti, aldrei skáti!!!
Á laugardagskvöldið eldaði mamman mín fyrir mig hrossakjöt...mmmmmmmm.. alveg búin að dreyma um það í nokkrar vikur. Þetta eru að verða fastir liðir þegar ég kem á Selfoss, mun hljóta nafnið Janus hross innan skamms. Ég lagðist svo í pottinn í rúmlega tvo tíma með mömmu og pabba, drakk freyðivín og horfði á stjörnurnar, það var náttúrulega alveg geðveikt. Svo upp úr potti og í næstu veislu því Halla var að útskrifast með pompi og prakt úr Háskólanum. Til hamingju Halla!! Nú er allur vinkvennahópurinn annaðhvort úrskrifaður eða í námi, eða bara bæði. Hjá Höllu var setið og hlegið fram eftir nóttu og svo langþráður softími.
Um hádegið var ég svo mætt aftur í bæinn á námskeið ooooogg svo sybbinn. Eftir námskeiðið fengum við Alla sem ennþá er hálflasin okkur góðan göngutúr í góða veðrinu. Þannig léttist lundin!!
Mig langar svo að ganga á fjöll að mig klæjar í tærnar....Halla, Halla please save me!!!!
Anyways...vil þakka fyrir allar sms-kveðjurnar og símtölin á 25.feb gott að eiga svona mikið af frábærum vinum og kunningjum :)
lovjúol
Langt síðan ég hef átt svona troðna helgi, ætla ég að fara að sofa eftir nokkrar mínútur svo ég verði mönnum sigandi á morgun.
Afmælið mitt á föstudaginn var bara mjög skemmtilegt þrátt fyrir nokkur afföll á síðustu stundu. Það er leitt þegar fólk temur sér að hætta alltaf við á síðustu stundu. Ég á því slatta eftir að veigum fyrir afmælisveisluna að ári. Ég fékk geðveikt flotta lopapeysu og húfu í afmælisgjöf frá Guggu, mamma Munda prjónaði það allt saman svo mér þykir ennþá vænna um það fyrir vikið. Inga gaf mér geðveikt spennandi bók sem ég mun hella mér í innan skamms. Svo fékk ég geðveika pönnu frá mömmunni minni og pabbanum mínum og huge-blómvönd úr sveitinni. Alltaf gaman að fá pakka.
Allur laugardagurinn fór í námskeið fyrir utanlandsferðina í sumar. Margt fróðlegt sem kom fram og ég lærði fullt af nýjum og skemmtilegum leikjum. Lengd laugardagsins skemmdi þetta samt algerlega fyrir mér enda öll athygli búin um kaffi, en samt var setið til sjö. Ég er náttúrulega algerlega dottin úr þjálfun við að sitja svona lengi og hlusta - alveg þrjú ár síðan ég var síðast í skóla. Ég ímynda mér að þessi samtök standi á svipuðum grunni og skátarnir, nema náttúrulega miklu skemmtilegri og ekki eins hlaðin svona "lummó" hefðum eins og skátarnir. Eitt sinn skáti, aldrei skáti!!!
Á laugardagskvöldið eldaði mamman mín fyrir mig hrossakjöt...mmmmmmmm.. alveg búin að dreyma um það í nokkrar vikur. Þetta eru að verða fastir liðir þegar ég kem á Selfoss, mun hljóta nafnið Janus hross innan skamms. Ég lagðist svo í pottinn í rúmlega tvo tíma með mömmu og pabba, drakk freyðivín og horfði á stjörnurnar, það var náttúrulega alveg geðveikt. Svo upp úr potti og í næstu veislu því Halla var að útskrifast með pompi og prakt úr Háskólanum. Til hamingju Halla!! Nú er allur vinkvennahópurinn annaðhvort úrskrifaður eða í námi, eða bara bæði. Hjá Höllu var setið og hlegið fram eftir nóttu og svo langþráður softími.
Um hádegið var ég svo mætt aftur í bæinn á námskeið ooooogg svo sybbinn. Eftir námskeiðið fengum við Alla sem ennþá er hálflasin okkur góðan göngutúr í góða veðrinu. Þannig léttist lundin!!
Mig langar svo að ganga á fjöll að mig klæjar í tærnar....Halla, Halla please save me!!!!
Anyways...vil þakka fyrir allar sms-kveðjurnar og símtölin á 25.feb gott að eiga svona mikið af frábærum vinum og kunningjum :)
lovjúol
0 comments:
Post a Comment
<< Home