Snobb!!
Eitt af því skemmtilegasta sem ég fylgist með úr fjarlægð er snobbað fólk. Það er eitt það hallærislega sem ég veit. Fólk sem heldur einhverja hluta vegna að það sé merkilegra en við hin, þó við séum öll komin af sama slitna torfbæjarbóndanum.
Anyways ef fólk vill vera snobbað finnur það sér alltaf einhverjar ástæður til þess að vera það. Sumt fólk að það sé fínna en aðrir því það býr í Reykjavík og talar um þetta út á landi lið, svo þegar þetta sama fólk fer út úr bænum er hvergi neitt eins gott og í Reykjavík. Aðrir setja sig á háan hest vegna starfs síns, það fyndnasta er að í einhverri könnum sem ég las um eru það ekki forstjórarnir sem eru snobbaðir heldur liðið sem stendur honum næst með lafandi tungu. Sumt fólk er snobbað af því að það er snobbaðri fjölskyldu, aðrir vegna þess að það á snobbaða vini sem þeir eru að reyna í ganga í augun á. Aðrir eru snobbaðir vegna náms, t.d. halda sumir að lögfræðinám sem merkilegra en rafvirkjanám nú eða kennaranám. Fólk sem ryðst í VIP raðir á skemmtistöðum, fólk sem yfirhöfuð ryðst fram fyrir aðra er að drepast úr snobbi (eða frekju). Minnir mig á söguna um manninn sem sagði við afgreiðslukonuna "veistu ekki hver ég er" og afgreiðslukonan kallaði stundarhátt yfir hópinn. Mig vantar hjálp því maðurinn hérna fremst veit ekki hver hann er....hefði verið gaman að sjá þetta atriði.
Kannski er ég bara snobbuð sjálf, mér finnst metnaðarlaust fólk alveg sorglegt og finnst það hræðilegt þegar ungt fólk menntar sig ekki heldur fer bara beint á vinnumarkaðinn. Kannski er þetta ein útgáfa af menntasnobbi, eða kannski metnaðarsnobb?
Anyways...nú hefur það komið í ljós að það er ekki bara þessi meingallaða mannvera sem er snobbuð heldur eru dýrin það líka. Ég sá þátt á Animal planet í gær þar sem verið var að tala um snobbuð dýr. Í apahópi er alltaf einn "foringi" og kringum hann eru nokkrar sleikjur sem eiga bara samskipti við foringjann og/eða einhvern annan úr sleikjuhópnum. Aðila utan þess hóps eiga þeir engin samskipti við. Moskítóflugur eru núorðið kallaðar snobbaðar. Moskítóflugur stinga nefnilega ekki hvern sem er, þær vilja bara sætt blóð, sykur, nammi namm. Fátækt fólk sem ekki borðar fjölbreytta fæðu er til dæmis mjög sjaldan bitið af moskítóflugum. Ég laða sem sagt að mér eina tegund snobbhóps sem eru moskítóflugur - sælgætisgrís.
Svo er nýjasta, íslenska og nærtækasta dæmið þ.e. höfuðlúsin. Áður fyrr var það þannig að lúsin skaut upp kollinum á skítugum heimilum, hreppsómagarnir voru lúsugir og áttu enga von. Nú er það þannig að lúsin leitar í hrein heimili, hreinustu heimilin, hreinustu fötin og hreinustu hausana. Lúsin er snobbuð. Ekki nóg með það að lúsin vilji bara hreint hár, hún vill líka bara þykkt hár. Eitthvað sem gott er að fela sig í.
Ég þarf því ekki að hræðast lýs, með fíngerðasta hár í heimi (fyrir utan Mæju Óla).
Jamm, jamm...niðurstaðan: að vera snobbaður á Íslandi er eins og vera í megrun í veislu :) bara hallærislegt.
Ykkur til ánægju og yndisauka get ég svo sagt ykkur að tvíburinn á hálsinum ákvað að láta sig hverfa. Hefur sennilega verið of snobbaður til að fæðast í þennan heim. Það ætti því öllum að vera óhætt að koma í heimsókn á morgun!!! :) Ég á afmæli eftir ca. 10 tíma :)
Anyways ef fólk vill vera snobbað finnur það sér alltaf einhverjar ástæður til þess að vera það. Sumt fólk að það sé fínna en aðrir því það býr í Reykjavík og talar um þetta út á landi lið, svo þegar þetta sama fólk fer út úr bænum er hvergi neitt eins gott og í Reykjavík. Aðrir setja sig á háan hest vegna starfs síns, það fyndnasta er að í einhverri könnum sem ég las um eru það ekki forstjórarnir sem eru snobbaðir heldur liðið sem stendur honum næst með lafandi tungu. Sumt fólk er snobbað af því að það er snobbaðri fjölskyldu, aðrir vegna þess að það á snobbaða vini sem þeir eru að reyna í ganga í augun á. Aðrir eru snobbaðir vegna náms, t.d. halda sumir að lögfræðinám sem merkilegra en rafvirkjanám nú eða kennaranám. Fólk sem ryðst í VIP raðir á skemmtistöðum, fólk sem yfirhöfuð ryðst fram fyrir aðra er að drepast úr snobbi (eða frekju). Minnir mig á söguna um manninn sem sagði við afgreiðslukonuna "veistu ekki hver ég er" og afgreiðslukonan kallaði stundarhátt yfir hópinn. Mig vantar hjálp því maðurinn hérna fremst veit ekki hver hann er....hefði verið gaman að sjá þetta atriði.
Kannski er ég bara snobbuð sjálf, mér finnst metnaðarlaust fólk alveg sorglegt og finnst það hræðilegt þegar ungt fólk menntar sig ekki heldur fer bara beint á vinnumarkaðinn. Kannski er þetta ein útgáfa af menntasnobbi, eða kannski metnaðarsnobb?
Anyways...nú hefur það komið í ljós að það er ekki bara þessi meingallaða mannvera sem er snobbuð heldur eru dýrin það líka. Ég sá þátt á Animal planet í gær þar sem verið var að tala um snobbuð dýr. Í apahópi er alltaf einn "foringi" og kringum hann eru nokkrar sleikjur sem eiga bara samskipti við foringjann og/eða einhvern annan úr sleikjuhópnum. Aðila utan þess hóps eiga þeir engin samskipti við. Moskítóflugur eru núorðið kallaðar snobbaðar. Moskítóflugur stinga nefnilega ekki hvern sem er, þær vilja bara sætt blóð, sykur, nammi namm. Fátækt fólk sem ekki borðar fjölbreytta fæðu er til dæmis mjög sjaldan bitið af moskítóflugum. Ég laða sem sagt að mér eina tegund snobbhóps sem eru moskítóflugur - sælgætisgrís.
Svo er nýjasta, íslenska og nærtækasta dæmið þ.e. höfuðlúsin. Áður fyrr var það þannig að lúsin skaut upp kollinum á skítugum heimilum, hreppsómagarnir voru lúsugir og áttu enga von. Nú er það þannig að lúsin leitar í hrein heimili, hreinustu heimilin, hreinustu fötin og hreinustu hausana. Lúsin er snobbuð. Ekki nóg með það að lúsin vilji bara hreint hár, hún vill líka bara þykkt hár. Eitthvað sem gott er að fela sig í.
Ég þarf því ekki að hræðast lýs, með fíngerðasta hár í heimi (fyrir utan Mæju Óla).
Jamm, jamm...niðurstaðan: að vera snobbaður á Íslandi er eins og vera í megrun í veislu :) bara hallærislegt.
Ykkur til ánægju og yndisauka get ég svo sagt ykkur að tvíburinn á hálsinum ákvað að láta sig hverfa. Hefur sennilega verið of snobbaður til að fæðast í þennan heim. Það ætti því öllum að vera óhætt að koma í heimsókn á morgun!!! :) Ég á afmæli eftir ca. 10 tíma :)
2 comments:
At 11:05 AM, veldurvandræðum said…
Hamingjuknús með daginn :) sjáumst í kveld.
At 7:33 PM, Helena said…
hehehe alveg sammála með þetta snobb, þoli ekki þessar VIP raðir arrggghhh en alla vega TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN KÆRI SAMKENNARI, HAFÐU ÞAÐ SEM ALLRA BEST UM HELGINA :)
Adios
Helena
Post a Comment
<< Home