Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, March 12, 2005

Ekki vildi ég lifa til að vinna...!

Undanfarið hef ég verið að koma heim úr vinnunni um klukkan tíu á kvöldin. Ekki það að þessi tími sé leiðinlegur en...oh my god hvað hlýtur að vera leiðinlegt að lifa fyrir það að vinna. Ég er búin að vera að plana allt með vinnuna í huga því þegar maður tekur eitthvað að sér verður maður náttúrulega að standa sig í því en...mér er þetta óskiljanlegt. Hvers vegna vill og nennir fólk að vinna svona lengi? Kannski ef ég ætti mitt eigið fyrirtæki væri mér nokk sama þó ég ynni allan daginn en fólk sem bara vinnur allan daginn og stundum langt fram á nótt og jafnvel telur sér trú um að það sé ómissandi í einhverri vinnu sem gæti verið horfin á morgun og standa þá jafnvel uppi allslaus því allt þeirra líf snérist um einhverja vinnu. Getur þetta fólk nokkurn tíma eignast fjölskyldu? Blessunarlega veit ég bara um eina manneskju sem forgangsraðar svona - sem er skiljanlegt því svona fólk er náttúrulega alltaf í vinnunni og þekkir engan nema vinnufélaga, en er til mikið af svona fólki? Alla vega á allt mitt samstarfsfólk líf eftir vinnu.

Það er að koma vor, það angar allt af fiski í Keflavíkinni, bjakk! Mætti ég þá frekar biðja um góða íslenska kúadellustækju. Fór í Bónus og verslaði fullt fyrir ekki neitt. Hvað er málið með mjólkina? Ég varð næstum því að berjast fyrir því að kaupa ekki mjólk. Einhver Bónus gæi stóð þarna og deildi út mjólk, aðeins fjórir lítrar á mann!! Ég skal segja ykkur það, það hefði tekið meiri háttar skipulagningu ef ég hefði átt að koma fjórum lítrum út áður en þeir yrðu súrir. Frú Sigríður hefði þurft að þamba að minnsta kosti tvo lítra - hefði komið henni niður með smurolíu, könnu og stórri trekt!! Hvernig í ósköpunum hamstrar fólk mjólk? t.d. mjólkurgrautur í þriðja sinn í þessari viku og það er bara þriðjudagur :)

Anyways, ég er búin að senda umsókn fyrir næsta vetur, nú er bara að bíða og sjá, er að hugleiða að senda aðra, jafnvel tvær til að vera alveg viss. Ísland verður að duga að minnsta kosti í eitt ár enn, meðan kostir eru skoðaðir og svo væri ekki verra að læra smá norsku áður en lengra er haldið. Þó er ég ekki neitt stressuð, þetta ræðst, annars er þetta bara vinna! Húsnæðisplanið fór út um þúfur og enn ein lexían sem ég ætti fyrir löngu að vera búin að læra - get engum kennt um nema sjálfri mér, mér virðist falla það vel að slá hausnum í stein. Svo ef þið vitið um einhvern sem langar að leigja herbergi í þriggja herbergja íbúð í Reykjavík á móti mér er bara að láta mig vita. Sá má ekki hafa ofnæmi fyrir kisu :) og verður náttúrulega að vera reyklaus, en ekki hvað.

Mér líður eitthvað undarlega, er með fiðrildi í hausnum, fær maður fiðrildi af hálfum bjór. Kannski er þetta bara kjúklingasalatið hennar Hönnu Lísu...mmmmmm borðaði yfir mig. Kannski er þetta hamingja yfir nýju Idol stjörnunni....hahahaha. Til að hnýta saman fyrirlesturinn um vinnusýki þá þarf ég að vera mætt á námskeið klukkan eitt á morgun og sunnudagskvöldið fer í æfingar. Það er því sennilegast best að smella sér í rúmið.

Er svo busy og bloggskrifin því ekki eins tíð og ella - en ég kem aftur! Alltaf aftur!

...og svo ku aðeins vera ein vinnuvika í páskafrí :) JEI!

0 comments:

Post a Comment

<< Home