Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, March 08, 2005

Það lá í loftinu...

...en það liggur ekki lengur. Ég vissi að það væri á leiðinni og hræddist það, en það er komið og ekki var það auðvelt. Hefði frekar viljað að það kæmi í hausinn á mér heldur en á þennan hátt. Oft verður maður orðlaus og nú er ég orðlaus. Þá leitar maður í fallegustu bókina sína og finnur eitthvað sem hugsanlega gæti styrkt þá sem þurfa á því að halda, eða mann sjálfan. Ég segi því bara: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag og allir atburðir, sérstaklega þeir erfiðuðu, sem við verðum að horfast í augu við hljóta að styrkja okkur þegar fram líða stundir. Meira að segja þeir atburðir sem maður ekki skilur, sumt á bara ekki að gerast.

Ég veit ekki hvað þetta ljóð heitir en það er eftir Sigurbjörn Sveinsson.

Eins og lækur loks er vorar
löngum eykur dropafall,
klífur sundur klettastall,
mikill, góður maður sporar
mörgum braut í tímans fjall.

Þetta kennir þér að stunda
það, sem gott og fagurt er.
Lærðu að nota nú og hér
öll þau duldu öfl er blunda
innst og dýpst í sjálfum þér.

Hvort sem þú í hendi hefur
hamar, skóflu eða pál,
pentskúf, meitil, penna, nál,
hvaða starf sem Guð þér gefur,
gerðu það með lífi og sál.

Láttu dag hvern ljós þitt stærra
lýsa, klýf þú sérhvern múr,
áfram gegnum skin og skúr,
kjörorð þitt sé: Hærra, hærra!
Hugsjón þinni vertu trúr.

0 comments:

Post a Comment

<< Home