Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, March 01, 2005

Það liggur eitthvað í loftinu!!

Ég vaknaði í svitapolli í morgun með hjartsláttinn suðandi fyrir eyrunum. Í allan dag er ég svo búin að bíða á tánum, því það liggur eitthvað í loftinu. Ég fæ nú ekki oft svona tilfinningu en þegar hún kemur á annað borð er það ekki að ástæðulausu. Er reyndar með eina hugmynd um hvaðan þessa sprengja kemur en vona heitt og innilega að það sé ekki rétt hjá mér....! En það gerist eitthvað, ég finn það.

Ég fékk mjög skemmtilega heimsókn áðan, tvær húsmæður í orlofi úr sveitinni. Skyldu bara eftir börn, dýr og menn og brunuðu til Keflavíkur í snakk og súkkulaði. Eitt af því sem maður græðir á því að setjast að á nýjum stöðum er heill haugur af kunningjum. Nú hef ég allar nýjustu Tungnafréttir á hreinu og því er svona overflow í huganum.

Ég skammast mín svo fyrir bílinn minn, ég held hreinlega að ég neyðist til að fara með hann í bílaþvottastöð því það er hvergi neina kústa að finna eða fá. Aumingja greyið bíllinn, hann sér varla út.

Ég á til með að segja ykkur enn eina söguna af kettinum mínum. Eins og þið kannski vitið þá er hún fröken Sigríður alger snilldar köttur, það er heilagur sannleikur. Í nótt gafst ég upp á henni þar sem hún fór í gardýnubolta löngu fyrir fótatíma alls venjulegs fólks. Ég tók því köttinn og henti henni fram og gang og lokaði að mér inni í svefnherbergi. Í smá stund á eftir heyrði ég hana krafsa í hurðina en svo sofnaði ég aftur og tók því ekki eftir ferðum Sigríðar eftir það. Í morgun þegar ég kom fram, fann ég strax að eitthvað óvenjulegt hafði gerst. Já! Það fór ekki á milli mála að það angandi kattahlandslykt í íbúðinni. Flott að byrja þennan "spennta" dag á svoleiðis. Á þessum tveimur árum hefur það bara gerst einu sinni að Sigga hafi skilað af sér inni í íbúð. Ég setti súpernebbann í gang og leitaði um alla íbúð, þefaði af mottunum, úr sófanum, kíkti í öll horn og þræddi alla veggi en hvergi fann ég neitt. Ég ávkeð því bara að þetta sé eitthvað bull í mér og byrja morgunverkin. Pissa! Þar sem ég sit á dollunni verður mér litið í baðkarið og þar fann ég uppsprettu lyktarinnar. Fröken Sigríður hafði migið í baðið!!!! Frekar ógeðslegt...en betra er að míga í baðið heldur en sófann!! Ég tók svo bara sturtuhausinn og skolaði bjakkið úr baðinu. Á morgun ætla ég að svo að byrja KPK103 (köttur pissa klósett 103) sem hefur það markmið að kenna kettinum að míga í klósettið :) Fékk góðar ráðleggingar frá gaurnum í "Meet the Fuckers".
Fröken Sigríður er snillingur!!

Anyways - það liggur eitthvað í loftinu og please, please, please láttu það ekki lenda í hausnum á mér!!!

1 comments:

  • At 10:10 AM, Blogger hanna lisa said…

    Þú ættir að prufa að fara með bílinn í Bílabaðið. Þetta er svona eins og Löður í Kópavogi.
    Mjög sniðugt og þægilegt :-)

     

Post a Comment

<< Home