Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, March 26, 2005

Föstudagur til fjalla!!

Loksins, loksins, loksins, loksins komst Janus á fjöll eða réttara sagt fjall. Fór í góðum hópi upp á fjall sem heitir Þríhyrningur. Þríhyrningur er 670 m hátt og er í Fljótshlíðinni. Það ber nafn sitt af hornunum þremur. Fjallið leynir á sér og kom rosalega á óvart hversu víðsýnt er frá því þegar á toppinn er komið. Við blöstu hrepparnir, jöklarnir í kringum Þórsmörk, Eyjafjöllin og síðast en ekki síst Suðurlandsundirlendið með Vestmannaeyjar brosandi kátar í sólskininu. Toppurinn var þakinn þoku þegar lagt var í ferðina en þegar komið var að fjallsrótum hreinsaðist þokan í burtu og heiðskýr blár himinn svo langt sem augað eygði. Reyndar var geggjað rok á toppnum og því var ekki hægt að stoppa lengi þar uppi. Ferðin tók á sjötta tíma, þó gangan á fjallið sjálft hafi ekki tekið nema einn og hálfan tíma, það þurfti að ganga svo helvíti langt í drullu til að komast að fjallinu - það er víst ennþá bara vor. Vegalengd (sjónlína) er 12 km og því má ætla að lagðir hafi verið ca. 14 km að baki :) Gaman, gaman.

Vildi aðeins leiðrétta það að ég er ekki sammála þeirri meðferð sem Bobby greyið hefur fengið hann hefur svo sem ekki átt sjö dagana sæla. Ég bara skil ekki hvers vegna Íslendingar eru að pota sínu nefi í svona mál, eigum við bara ekki nóg með okkur sjálf og þau vandamál sem fólkið í landinu þarf að díla við. Og og og og ohhh my god hvað þetta fjölmiðladæmi er hallærislegt. Það er verið að rífast um hver fékk fyrsta viðtal við manninn? Eins og börn að rífast um sleikjó - talandi um að aðrir sýni Bobby vanvirðingu, í gær var hann eins og leiksoppur í rándýraleik. Hefði verið nær að eyða peningum í að sýna beint frá fundi piparjúnkuklúbbsins Sveinssínu....fólk hefði alla vega gaman af þeirri sýningu :)

Hemmi Gunn var bara helvíti skemmtilegur - maður bara söng og söng og hugsaði og hugsaði...!

Kisa mín er í veiðileik, markmiðið er að stúta fyrstu flugu sumarsins. Flugan er samt klókari en kisa, enda tilgangslaust að láta veiða sig þegar maður er búin að slaka á mánuðum saman. Það er svo sem sanngjarnt að kisa fari að fá sumarmatinn sinn því ég fékk sumarmat áðan þ.e. grillmat :) Anyways sat og spilaði kana á Víðivöllunum í hvorki fleiri né færri en fjóra tíma í kvöld. Það var svo gaman að við tímdum varla að fara að pissa.

Svona gekk nú dagurinn í dag, nú er fríið á undanhaldi, minna eftir en búið. Nú fer maður bara að pakka í kassa, ekki nema tveir mánuðir til flutninga....!

Hvert á ég að flytja?

0 comments:

Post a Comment

<< Home