Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, March 22, 2005

Það er þetta með...

....lífið. Það virðist vera algerlega ómögulegt að sjá hvað bíður handan við hornið. Gamlir draugar skjóta upp kollinum þegar maður síst býst við þeim. Má segja að sá nýjasti hafi algerlega komið aftan að mér.

Fór til hnykkjarans í dag og vá hvað það var gott, ég lengdist ábyggilega um 10 sentimetra og get dregið andann án þess að fá sting í bakið. Alveg magnað....Bergur ég gæti bara næstum því elskað þig, eða kannski það sem þú gerir!!!

En, átti góðan dag með fjórum ellefu ára börnum, fór í keilu, fór í gönguferð, í Hallgrímskirkju, á listasafn, borðaði ís, skammaðist aðeins, ellefu ára börn eru ennþá í "rífa af húfu leik". Þetta á eftir að verða skemmtilegt sumar.

Get ekki betur séð að auminginn með steinhjartað (að eigin sögn) sé að leggja inn fyrir nýrri. Sárvorkenni henni og vona að hún sjái í gegnum hann fyrr en seinna. Kannski hún stígi bara á hans kalda hjarta og leyfi honum að finna hvernig er að sitja við þann enda borðsins. Það er erfitt að vera svona æðislegur. Ég og Guggus urðum sammála um það aldrei á allri okkar ævi höfum við dregið eins rangar ályktanir um nokkurn einstakling - skil ekki hvers vegna enginn sá í gegnum hann. Ég fæ bæði velgju og klígu, ég segi það aftur velgju og klígu. Ég krefst betri dómgreindar af vinahópnum því ég virðist vera ófær um að dæma sjálf!

Á síðustu tveimur vikum hafa hvorki fleiri né færri en fimm nýjir bílar bæst í fjölskylduflotann. Pabbi keypti nýjan vörubíl, mamma keypti Boru, Siggi keypti Lexus, Anna keypti Golf og Gunna+Guðni keyptu Subaru. Nú er bíllinn minn allt í einu orðin eins og hálfgerð "drusla", alla vega orðin einn af gamlingjum í heimkeyrslunni. Minns er samt flottur og það sem meira er Janus á hann, en er ekki bara notandi eða áskrifandi.

Svona var þetta í dag. Er að fara í viðtal á morgun - krosslagðar fingur takk!!!

2 comments:

Post a Comment

<< Home