Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, April 02, 2005

Sumir dagar..!

..geta verið alveg hræðilega einmannalegir. Ég veit ekki alveg hvað gerðist í dag, nema að allt í einu var komin nótt og ég er ein hér í Keflavík.

..kom heim úr vinnunni um þrjúleytið og sá ekkert hentugra að gera við tímann en að leggja mig - maður má leggja sig á föstudögum. Anyways! þá svaf ég alveg til klukkan hálf sjö, fór þá og eldaði mat, horfði á fréttirnar og reyndi að finna aprílgöbbinn (aumingja Fischer). Svo horfði ég bíómynd, svo horfði ég á aðra bíómynd, og ég horfði á eina í viðbót. Þegar sú mynd kláraðist var klukkan orðin hálf tvö!! Og þá rann upp fyrir mér að ég hafði ekki sagt eitt einasta orð síðan klukkan þrjú í dag...!
Já, sumir dagar eru bara einmannalegir.

Ef þú, vinur átt örlitla ást.
Er ástarstundin að renna upp núna
og enginn mun elska í þinn stað.
Að elska á morgun er alltof seint
og ónýt hver löngun sem fékk ekki að rætast.
Svo sláðu því ást þinni ekki á frest,
heldur elskaðu nú! Það er best.

4 comments:

  • At 1:42 PM, Blogger veldurvandræðum said…

    já ég á líka stundum svona daga, þar sem ég jafnvel fatta að ég hef ekki talað við manneskju allan daginn. Þetta getur verið notalegt en líka óhugnanlegt.
    En það góða er að þrátt fyrir þetta þá veit maður að maður á góða vini og það gildir bara mikið.:)

     
  • At 3:17 PM, Blogger Gugga said…

    Fallegur texti og fallegt lag.
    Hringdu bara í Guggu sína til að mýkja upp röddina.....:)

     
  • At 8:40 PM, Blogger Not available said…

    Já heyrðu ég þoli ekki þegar það gerist. Einu sinni lenti ég í að vera að vinna fyrir framan tölvuna og fattaði allt í einu að það var ekki bara komin nótt heldur morguninn eftir! Pældu í því.

     
  • At 2:24 AM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Hei cool þetta getur sem sagt komið fyrir alla :)

     

Post a Comment

<< Home