Nokkur orð um fátt!
Vonbrigði í fjölskyldunni, eitthvað sem átti að verða varð ekki. Ekkert við
því að gera nema gefa skít í það, var kannski ekki þess virði eftir allt.
Koma tíma koma ráð.
Jamm, jamm annað viðtal framundan - svolítil spenna. Hvað meira! Er að fara
að keppa í blaki á Akureyri eftir nokkrar helgar. Fullt af fólki á
þrítugsaldrinum og ég líka þrítug :) Fer svo kannski á Snæfellsjökul á
sumardaginn fyrsta. Hljómar spennandi, mjög spennandi. Helgin á að fara í
að flokka, skoða, henda og skipuleggja alveg ótrúlega miiiikið magn af
námsefni sem safnast hefur í möppur undanfarin ár. Þótt gott sé má maður
ekki drekkja sér í pappírnum. Áhugasamir og hjálpsamir velkomnir -
vinsamlegast hafi með sér ruslapoka og bjór :) Helsta vandamálið er
náttúrulega það að ég nenni alls, alls ekki að fara í gegnum þetta, en
nenni ekki að flytja með mér u.þ.b. 50 möppur. Svo er alltaf að bætast við
bunkann því Janus er alltaf að búa til meira og vantar samt alltaf efni.
Þessi blessuðu börn eru kannski bara dulbúnar hakkavélar :)
Var að hlaða inn um það bil 20 myndum í mars 2005 möppuna...skoða, skoða,
skoða.
því að gera nema gefa skít í það, var kannski ekki þess virði eftir allt.
Koma tíma koma ráð.
Jamm, jamm annað viðtal framundan - svolítil spenna. Hvað meira! Er að fara
að keppa í blaki á Akureyri eftir nokkrar helgar. Fullt af fólki á
þrítugsaldrinum og ég líka þrítug :) Fer svo kannski á Snæfellsjökul á
sumardaginn fyrsta. Hljómar spennandi, mjög spennandi. Helgin á að fara í
að flokka, skoða, henda og skipuleggja alveg ótrúlega miiiikið magn af
námsefni sem safnast hefur í möppur undanfarin ár. Þótt gott sé má maður
ekki drekkja sér í pappírnum. Áhugasamir og hjálpsamir velkomnir -
vinsamlegast hafi með sér ruslapoka og bjór :) Helsta vandamálið er
náttúrulega það að ég nenni alls, alls ekki að fara í gegnum þetta, en
nenni ekki að flytja með mér u.þ.b. 50 möppur. Svo er alltaf að bætast við
bunkann því Janus er alltaf að búa til meira og vantar samt alltaf efni.
Þessi blessuðu börn eru kannski bara dulbúnar hakkavélar :)
Var að hlaða inn um það bil 20 myndum í mars 2005 möppuna...skoða, skoða,
skoða.
2 comments:
At 7:39 PM, Helena said…
Mér finnst þú nokkuð góð, hvernig tekst þér að vera á 2 stöðum í einu???? Á Akureyri að keppa og upp á Snæfellsjökli sama daginn!!!!!! Endilega kenndu mér þessa aðferð, þarf virkilega á því að halda hehehehe
At 9:45 PM, Tilvera okkar.... said…
:( ég er nýbúin að fá að vita að þetta er sömu helgi, það gleymdist alveg að láta mig hafa dagsetningu. Ég fer bara seinna á Snæfellsjökul :)
Post a Comment
<< Home