Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, April 13, 2005

Miðvikudagur til mikils!!

Úff þetta var nú meiri dagurinn!

Fyrst var náttúrulega vinna, vinna, vinna. Brunaði strax eftir vinnu í bæinn til læknis, er með nýtt bak fyrir vikið. Svo fór ég á þvottaplan því ég var hætt að sjá út. Fór þaðan í Bónus því ég átti engan mat, þaðan fór ég í smá rúnt að skoða kannski verðandi íbúð fyrir næsta vetur....! Spennandi. Svo fór ég í viðtal hjá skólastjóra í Reykjvaík fyrir hugsanlegt starf næsta vetur....! Spennandi, já þetta var mjög svo spennandi. Öðruvísi stefna sem byggir mikið á hugmyndaríkum kennurum....passar vel. Svo fór ég í spaghettí hjá systur minni og hló mikið að litla frænda þar sem hann reyndi að sjúga upp í sig spaghettí...! Yndislegt barn. Svo fór ég að námskeið/spjallfund fyrir sumarið. Núna er klukkan ellefu og dagurinn að enda komin. Úff!

Reykskynjarinn minn pípir því honum vantar nýtt batterí - nenni ekki að hlusta á hann aðra nótt - hendi frekar batterínu og vona að það kvikni ekki í.

Ég framdi næstum því "sjálfsmorð" í gær, ekki fallegt að gantast svona með það alvarlega hluti en staðreynd samt. Ég var að vaska upp, var að setja disk í þvottagrindina en lagði við það hendinni beint ofan á hníf sem stakkst inn í hendina á mér. Blæddi helling. En ef hnífurinn hefði nú stungist 2 sentimetrum ofar hefði ég stungið honum beint á "púlsinn". Hefði verið erfitt að reyna útskýra það ef til hefði komið. Aulagangur. Mér náttúrulega dauðbrá og komst þessi tilraun í annað sæti hjá "næstum" dauður tilraununum mínum. Þriðja sætið vermir nú skiptið þegar helv...brjóstsykurinn stóð í mér og ég ein upp í sveit, það var scary. Efsta sætið heldur samt sínu og mun sennilega alltaf gera þegar ég drukknaði næstum í Hvítá! Fæ ennþá gæsahúð þegar ég sé svona frussandi jökulá.

Var að finna bloggsíðu hjá Möggu Unni og Fannari í landi Þjóðverja. Gaman, gaman að geta fyglst með þeim :)

Góðar stundir og crossed fingers!

0 comments:

Post a Comment

<< Home