Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, April 26, 2005

Það er...

Þið 150 fólk sem lásuð bloggið mitt í gær! Væri ekki gaman að láta mig heyra í ykkur?

...Hún rennur eftir götunni, Hafnargötunni. Hún er fislétt og fönguleg, krefjandi og ertandi. Hún leitar að hentugu fórnarlambi. Hún sér opinn glugga, eldhúsglugga, hún breytir um stefnu og smýgur inn um hann. Hún rennir sér eftir gluggakistunni og hendir sér fram af. Hún er með augun vel opin, hún skríður yfir fjalirnar og gætir þess engin þeirra sé ósnert. Hún tekur vinstri beygju. Við blasir stór stofa og þarna situr grunlaust fórnarlambið. Hún læðist hljóðalaust eftir gólfinu þar til hún kemur að fótum fórnarlambsins. Hún skríður upp eftir fótleggnum, hún klifrar upp eftir bakinu, hún rótast aðeins í hárinu, hún bíður eftir tækifærinu. Þegar það gefst sveiflast hún á einu hári og kemst í heilu lagi inn í nefið.

...Fórnarlambið kippist til og lítur í kringum sig. Veit ekki hvað er að gerast. Veit ekki hvernig það á að bregðast við. Það finnur blóðþrýstinginn hækka og hvernig hjartað berst. Það svitnar, munnurinn fyllist af munnvatni...mmmmmm. Fórnarlambið streitist á móti, það lætur ekki undan, nei, jú, nei, jú, nei.....en, en, en,....það stenst ekki freistinguna, það brotnar saman. Það stekkur af stað, það kaupir, það svindlar, það syndgar, það treður, það klessir, það sukkar, það fitnar. Fórnarlambið fær samviskubit, því líður illa, það fer að út að hlaupa, það fer á skauta, það svitnar, það svitnar, það skilar, það er aumt.

...Það er búið að opna Kentucky Fried í Keflavík og fuckings lyktin er að fara með mig.

4 comments:

  • At 11:43 PM, Blogger Halla said…

    Þú ert ekkert smá fyndin:) maður skynjar gjörsamlega hvernig það er að vera fórnarlamb kfc:)

     
  • At 10:10 AM, Blogger veldurvandræðum said…

    hæ, KFC er góður í hófi. en þú ert fyndin.

     
  • At 10:36 AM, Blogger Gugga said…

    Æ aumingja Jana að þurfa að líða þessa pínu.... gaman að þér. Takk fyrir kveðjuna....þú varst laaaanng-fyrst :)

     
  • At 3:17 PM, Blogger hanna lisa said…

    Hæ skvís!
    Skemmtileg lýsing :-)
    Ég er líklega ein af þessum 150 sem les bloggið þitt.

     

Post a Comment

<< Home