Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, April 28, 2005

Áttu HSK galla!

"...Hæ, áttu svona gulan glansandi HSK - galla" voru fyrstu orð frænku minnar í gær. Ojjjj, fæ gæsahroll yfir hugsuninni. Þessi undurfallegi guli og blái galli sem ég klæddist hverja einustu helgi á keppnisárunum. HSK skíttu á ská! Gallinn er reyndar tröllum gefin, hef látið hann fjúka við fyrsta tækifæri sem gafst, meira að segja þó ég hafi átt tvo. En eftir nokkrar hringingar fannst HSK-galli á öðrum íþróttaheimili og málinu er því reddað. Hún mun því glansa eins og sólin.

...Og þá koma skemmtilegu fréttirnar. Hafnarfjall. Hafnarfjall er þjóðþekkt fjall við suðurströnd Borgarfjarðar. Fjallið dregur nafn sitt af bænum Höfn sem liggur vestur af fjallinu. Vegalengd 6 - 7 km. Hækkun 750 m. Brottför klukkan 16:00 frá Borgarnesi föstudaginn 29. apríl 2005. Gaman og spennandi. Áhugasamir velkomnir með. Svo er hrútagrillveisla og skemmtilegheit á Hvanneyri. Hvar er Hvanneyri?

...Var þreytt í morgun. Hreyfði bílinn minn í fyrsta sinn í rúmlega viku, þó fyrir utan ferð á þvottaplanið í gær. Það var líka rigning. Prinsessur hjóla ekki í rigningu. Nú er sól. Kannski ég gangi bara heim svo ég verði að hjóla á morgun.

...Lítur bara vel út með húsnæði næsta vetur. Gaman þegar hlutirnar koma svona upp í hendurnar á manni án þess að maður þurfi mikið að hafa fyrir því, þetta kemur í ljós. Það besta ef þetta gengur eftir er að ég erð fljótari að hjóla í vinnuna næsta vetur heldur en að keyra.

Helgin í seilingu og það er að koma mai!!!

Go Hafnarfjall.

1 comments:

  • At 6:42 PM, Blogger Soffía said…

    Heyrðu, ég þarf að eiga inni hjá þér gönguferð!!! Tíminn hentar ekki nógu vel, þetta er of snemmt. Þar að auki ákvað OLG að fara á Esjuna en ekki fyrr en um sexleytið. Það hentar betur :) Takk samt!!

     

Post a Comment

<< Home