Þetta finnst mér bara kúl!
Kokkarnir á Hamborgarabúllunni við Tryggvagötu hafa í tilefni hátíðisdaganna um helgina bætt á matseðilinn Hinsegin hamborgara. Alkunna er að hamborgarar eru alla jafna samsettir úr kjöti, salati og sósu sem síðan er lagt á milli topphluta og botnhluta hamborgarabrauðs. Hinsegin hamborgarinn er frábrugðin að því leiti að á táknrænan hátt eru notaðir annaðhvort tveir topphlutar eða tveir botnhlutar hamborgarabrauðsins. Kannski að í hamborgaranum leynist viss sannleikur því þótt hinsegin hamborgarnir kunni við fyrstu sýn að virðast óvenjulegir skiptir, þegar betur er að gáð, engu máli hvort hamborgararnir eru svona eða hinsegin: Þeir eru allir jafngóðir á bragðið.
0 comments:
Post a Comment
<< Home