Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, June 22, 2005

Númer 20.000 nálgast!

Það var fimmtudaginn 13 janúar 2005 sem teljarinn small í 10.000. Núna svona fimm mánuðum síðar er hann alveg að smella í 20.000. Ég á ennþá gjöfina sem ég var búin að kaupa fyrir þann sem var númer 10.000 - bæti henni við gjöfina fyrir þann sem verður númer 20.000. Verið nú samviskusöm og kvittið fyrir ykkur þegar það nálgast 20.000!!!!!!

Annars er ég að fljúga til Ameríku seinnipartinn á morgun þ.e. klukkan 16:40. Verð í Baltimore næstu nótt og flýg svo á áfangastað í Chattanooga. Spennandi. Meðferðis er kíló af harðfisk, 3 kíló af lakkrís og slatti af ópal og tópas. Eins gott að liðið raði þessu í sig. Að auki og ómissandi þrír dúnkar af sólarvörn því hitinn og sólin brennir í um 30° þessa dagana. Úffff.

Heimkoma er svo föstudaginn 22 júlí - sem sagt fjórar vikur + einn dagur. Spurning um að skella sér beint í útilegu?

Veit ekkert hvort ég finn tíma og/eða tölvu til þess að skrifa eitthvað hér inn á meðan ég er úti. Þið sjáið bara til og fylgist með.

Thank you very much and goodbye....Janus

ps. Ekki gleyma 20.000!

4 comments:

  • At 9:42 AM, Blogger Gugga said…

    Góða ferð

     
  • At 11:50 PM, Blogger veldurvandræðum said…

    Ertu að fara strax? hvað tíminn er fljótur að líða. En góða skemmtun og góða ferð og skemmtu þér vel og vertu í stuði með guði.

    Knús Ingveldur

     
  • At 8:53 PM, Blogger hanna lisa said…

    Djö.... ég er númer 20.001 :-(

     
  • At 6:48 PM, Blogger Halla said…

    Hlakka til að heyra frá ævintýrum Jönu bráðum:)

     

Post a Comment

<< Home