Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Friday, June 03, 2005

Sólheimar!

Fór í leikhús í gærkvöldi í boði Guggu landsbankagellu. Fórum að sjá afmælissýningu hjá Sólheimaleikhúsinu en Sólheimar eru akkúrat 75 ára á þessu ári. Langt síðan ég hef skemmt mér svona vel í leikhúsi, þó fyrir utan hellisbúann í annað sinn á afmæli hennar Gurrýar árið nítján hundruð og eitthvað. Leikritið var sem sagt um Þumallínu og var sýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Hvet alla til að skella sér á Sólheima í Grímsnesi til að sjá næstu sýningu á morgun klukkan 15:00.

Annað markvert var að á meðan sýningunni stóð gat ég horft beint í skallann á Ólafi forseta....sá er ekki með flösu. Á morgun þegar ég fer í myndatöku með honum get ég því blikkað hann og þakkað honum fyrir síðast.....sums staðar nær fólkið aldrei að sjá forsetann meðan Janus er bara í föstu fylgdarliði. Þannig er nú það. Er að fara í hörku grillveislu í kvöld og á morgun er ég að fara í útilegu í Heiðarskóla!!! Fæ að sofa á dýnu í svefnpoka í kennslustofu á minns eigins vinnustað. Ég ætti kannski bara að flytja lögheimilið hingað og giftast vinnunni minni :)

...og svo mikið spennandi fréttir sem ekki er alveg tímabært að útvarpa, en það kemur....verið spennt!

0 comments:

Post a Comment

<< Home