Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, May 16, 2005

Hvítasunnudagurinn!

Vá hvað mér leið asnalega í gær, var að lesa færsluna sem ég skrifaði og já! Það var allt einhvern vegin svo yfirþyrmandi. Niðurstaðan ég fæ alltaf svona smá "sviðsskrekk" þegar ég er að fara að flytja á nýjan stað. Komst yfir þetta í nótt og mun ganga í hamingjusamt hjónaband við Reykjavík innan nokkra vikna. Þetta leysist einhvern vegin, á góðum tíma. Góðir hlutir elta gott fólk.

Það var bara geðveikt veður þegar ég vaknaði í morgun (eða þarna um hádegið), náttúrulega ekki logn en miðað við Keflavík var ekki hægt að biðja um það betra. Ég ákvað því að fara út að hjóla og endaði í Garðinum. Kílómetra fjöldi eitthvað á reiki en samt ca. 10 km. þar lendi ég náttúrulega í veislu, eggjasalat og allt. Ég hjólaði svo heim aðra 10 km., fór í sturtu og keyrði aftur inn í Garð í kvöldmat. Fór svo í heitapottinn og gerði sjálfa mig að sveskju. Gaman að þessu. Góður dagur með þessu frábæra fólki sem ég á þarna í Garðinum. Þarf að vera duglegri að fara til þeirra.

Núna er ég búin að pakka öllu brothættu niður í kassa, fyrir utan allt það brothætta í eldhúsinu. Í fyrramálið ætla ég að mæta eldsnemma í Bónus og hirða bunka af kössum svo ég geti haldið áfram. Nota þennan annan dag hvítasunnu í það. Frétti að skemmtilegu fjalli í dag, fjalli sem heitir Þorbjörn, Þorbjörn horfir yfir Grindavík, mjög auðveld uppganga, en útsýnið víst alveg geðveikt. Það er meira að segja vegur upp. Ef sólsetrið á morgun verður eins geðveikt og í kvöld ætla ég að fara þangað annað kvöld til að taka myndir og láta mig dreyma. Ég elska svona rafmögnuð ólýsanleg sólsetur. Hefði ekkert á móti því að veggfóðra með myndum af þeim.

Ég var ekki búin að segja ykkur frá nýju myndavélinni minni. Reyndar er það sama myndavélin Canon vélin mín, en ég komst af því að ég get stillt hana þannig að hún tekur Svart/hvítar myndir og/eða brúnar myndir (sem líta út fyrir að vera gamlar). Með þessa nýju möguleika er næstum því eins og ég eigi nýja myndavél. Það koma alveg geðveikar myndir úr henni.

Svona var það 2005 - áfram Ísland.

0 comments:

Post a Comment

<< Home