Eurovision drykkjuleikurinn
(Þennan má bara leika einu sinni á ári í eurovision-partýum)
(Þennan má bara leika einu sinni á ári í eurovision-partýum)
Drekka á 2 sopa ef:
- kynnarnir reyna að vera fyndnir
- kvenkyns kynnirinn skiptir um kjól
- kynnarnir eyða tíma í samtal sem enginn getur fylgst með
- einhver keppendanna er líkur einhverjum sem þú þekkir
- einhver keppendanna líkist einhverjum frægum
- minnst er á að Noregur sé ekki enn búinn fá stig
- Kýpur gefur Grikklandi 12 stig
- Noregur gefur Svíþjóð stig
Drekka á 4 sopa ef:
- söngvari lyftir handleggjunum upp fyrir haus á meðan hann syngur
- söngvari er mjög feitur.
- flytjendur eru í hallærislegum fötum eða með hallærislega hárgreiðslu
söngvari frá Austur-Evrópu er með aflitað hár - sést í geirvörtur í gegnum fötin
- flytjandinn frá Möltu er ekki loðinn á bringunni
- önnur lönd en enskumælandi flytja á ensku
- flytjandi daðrar í myndavélina
- flytjandi er ekki frá landinu sem hann syngur fyrir
- Frakkland gefur Bretlandi ekki stig
- lagið sem fær 8 stig eða hærra er lélegt
- Bretland lendir í öðru sæti
- flytjendur eru að tala í síma á meðan stigagjöfin er
- Þýskaland gefur Austurríki 1 stig
- Ísland vinnur
- Noregur gefur Svíþjóð ekki stig
- Írland vinnur
- ekki er minnst á frið, kærleika eða ást í þýska laginu
Þetta er alveg eðal skemmtun!!!
3 comments:
At 8:53 PM, veldurvandræðum said…
haha þú verður að prenta þessi leiki út og mæta með í partýið, góð leið til að fá fólk til að verða ofurölvi.
At 11:13 AM, Halla said…
Geggjaður leikur, en vá hvað það hlýtur að vera erfitt að fylgjast með öllum þessum reglum þegar líða fer á kvöldið. Þá verður örugglega bara drukkið út í eitt til öryggis...
At 10:11 PM, hanna lisa said…
Ég legg til að maður eigi að klára flöskuna ef Ísland vinnur :-)
Post a Comment
<< Home