Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, May 01, 2005

Ó hve létt...!

er þitt skóhljóð og hve lengi ég beið þín. Dagurinn sem lagið er samið til. Sáuð þið myndbandið úr skólanum í Ameríku þar sem verið var að handtaka fimm ára gamalt barn fyrir ólæti í skólanum. Með handjárnum og alles......sjúkt!

Afrek helgarinnar eru nokkur. Fór á Hafnarfjall ásamt Höllum á föstudaginn. Annað hvort er Janus í formi eða fjallið er miklu auðveldara en það lítur út fyrir að vera. Hafnarfjall er á margan hátt líkt Esjunni, tiltölulega létt ganga þangað til efst þar sem þarf að klöngrast svolítið. Uppi á toppi er flott útsýni - náttúrulega. Ég sá pottinn sem vindurinn er búin til í og oh my god fékk heldur betur að kenna á honum líka. Það var bara brjálað rok. Fékk eitthvað drasl í augað á leiðinni upp og náði því ekki úr auganu fyrr en niður var komið. Ég var því eineygð á leiðinni niður. En alla vega, flott fjall sem mig er lengi búið að langa upp á. Hefði viljað betra veður en samt gaman. Einn og hálfur tími upp og klukkutími niður. Svo fór ég með Höllu á Hvanneyri þar sem verið var að grilla eitthvað hrút-grey í heilu lagi. Hrútinn Hreðjar. Hann smakkaðist ágætlega með ullinni og öllu. Fyndið að koma inn í svona samfélag. Ég þurfti meira að segja að rekja ættir mínar til að fá borð undir diskinn. Skreið undir sæng í miðju partýi hjá Höllu í öllum fötum og vaknaði þannig morguninn eftir. Halla greyið varð að sofa á dýnu á gólfinu með svefnpoka því ég lá eins og klessa í rúminu hennar, með sængina hennar og alla koddana. Ef ég væri hún myndi ég aldrei bjóða mér aftur í heimsókn.

Laugardagurinn og sunnudagurinn fór svo í litlu frændur mína. Fór á róló, á rúntinn, í helli, í sund, elda, svæfa, sofa. Ég svaf á milli þeirra í nótt, las, söng, skeindi, breiddi og huggaði í alla nótt. Í bland við það að ráðast á graða fressketti í stofunni. Svaf svona um það hálfa klukkustund í nótt og er bara sybbinn og geðvond.

Er smeyk við morgundaginn. Má ekki bara fresta honum?

Haldið þið að klár nemandi í níunda bekk að vori sé á sama stað námslega og slakur nemandi í tíunda bekk að vori? Þeir halda það í Menntaskólanum á Akureyri?

1 comments:

  • At 11:11 AM, Blogger Halla said…

    Honney þú mátt sko koma í heimsókn eins mikið og þú vilt, ég vík glöð úr rúmi fyrir þér. En mér finnst samt soldil sóun að sofa í fötunum í því...
    Graðir fresskettir? Er fröken Sigríður að fara að reyna að fjölga heiminum?

     

Post a Comment

<< Home