Dettur ekkert í hug...!
Stundum fer þessi fyrirsagnadálkur svo í taugarnar á mér, núna fékk ég enga flugu um það hver fyrirsögnin gæti verið.
Þá er maður búin að ráðast í þetta að alvöru. Pakka, pakka, pakka. Ég er að flytja í þriðja sinn á fjórum árum. Þetta skipti er þó alveg sérstakt því ég er ekki að flytja neitt. Bara að flytja út. Veit ekki hvenær ég flyt inn aftur. Veit ekki hvar ég flyt inn. Finnst þetta frekar óþægilegt. Finnst líka óþægilegt að vera hálfpartinn að flytja inn til mömmu og pabba, þó það sé samt eiginlega bara búslóðin sem flytur því ég verð úti í allt sumar. Mér finnst ég vera of gömul til að níðast á mömmu og pabba. Þetta fer alveg með skipulagsgenið í mér. Ég verð að vita hvar ég á heima. Ekki oft sem maður óskar þess að vinir manns flytji erlendis en núna vona ég að vinur minn flyti erlendis svo ég og Sigga getum passað húsið hans. Hljómar þetta nokkuð illa?
Ég er búin að pakka slatta í kassa, er samt alveg stopp núna því það var enga kassa að fá í Keflavík í dag, greinilega margir að flytja. Er búin að flokka þetta í fjóra hluta. Dót sem fer í skúrinn hjá pabba, dót sem fer í "geymslu" hjá Öllu, dót sem fer í Góða hirðirinn og dót sem ég ætla að nota þangað til ég flyt aftur inn, fer sem sagt í bílinn! Er búin að skera massívt niður bækur, blöð, geisladiska og föt. Alla fær svo birgðirnar af dvd og vídeospólum - þarf ekki að leigja myndbönd í sumar. En nú er minns stopp vantar meiri kassa og svo vantar mig límband til að líma saman kassana svo það detti ekki úr þeim aftur. Spennandi finnst ykkur ekki?
Ég var að setja vídeospólur í kassa í gær og komst að því að ég á Söngvakeppni Framhaldsskólanna árið 1993, 1997-2005 á vídeospólum. Að auki á ég fjórar Eurovisíon keppnir á spólu....er ég þá ekki viðurkennt NÖRD?
Ég og Gugga fórum á Soho í gær, varð aftur fyrir vonbrigðum með matinn, annað sinn í röð. Annaðhvort er maturinn að versna eða þá að ég er ekki að velja rétt, fer að efast um þennan uppáhaldsstað minn. Við horfðum síðan á stigagjöfina úr jórúvisíon þegar Tyrkland vann, vorum geðveikt spenntar þó keppnin hafi verið fyrir 3 árum. Vorum allan tímann að reyna að rifja upp hvar við höfðum horft á þessa keppni. Svona vinnur hugurinn því allt í einu í miðjum Hvalfirðinum áðan (meira en sólarhring síðar) mundi ég hvar við vorum og var þá ekki að hugsa um það. Sem sagt árið 2003 vorum við að fagna útskriftinni með Möggu frænku á Selfossi og horfðum um leið á Júró, þetta voru algerlega nauðsynlegar upplýsingar.
Heyrði í dag að maður getur farið að Essó og keypt sér grill og ef Selma vinnur fær maður það endurgreitt. Kannski ég ætti bara að gera það. Við Siggi unnum nú reyndar eitthvað grill í happdrætti í haust. Ég næ kannski bara frekar í það. Spara þannig Essó pening, þeir fara nú á hausinn ef þeir þurfa að leggja út fyrir öllum þessum grillum....! Þeir græða nefnilega svo lítið. Eða ekki. Langar ekkert í grill. Langar frekar að vita hvar ég á heima! Er bara svona ginkeypt, hleyp af stað og framkvæmi eða kaupi hluti því aðrir segja mér það. Hef enga sjálfstæða skoðun. Þarf að pissa en get ekki farið að pissa því engin sagði mér að fara, eða koma. Hvað er í gangi með þessa færslu.....?
Bull, bull, bull.
Þá er maður búin að ráðast í þetta að alvöru. Pakka, pakka, pakka. Ég er að flytja í þriðja sinn á fjórum árum. Þetta skipti er þó alveg sérstakt því ég er ekki að flytja neitt. Bara að flytja út. Veit ekki hvenær ég flyt inn aftur. Veit ekki hvar ég flyt inn. Finnst þetta frekar óþægilegt. Finnst líka óþægilegt að vera hálfpartinn að flytja inn til mömmu og pabba, þó það sé samt eiginlega bara búslóðin sem flytur því ég verð úti í allt sumar. Mér finnst ég vera of gömul til að níðast á mömmu og pabba. Þetta fer alveg með skipulagsgenið í mér. Ég verð að vita hvar ég á heima. Ekki oft sem maður óskar þess að vinir manns flytji erlendis en núna vona ég að vinur minn flyti erlendis svo ég og Sigga getum passað húsið hans. Hljómar þetta nokkuð illa?
Ég er búin að pakka slatta í kassa, er samt alveg stopp núna því það var enga kassa að fá í Keflavík í dag, greinilega margir að flytja. Er búin að flokka þetta í fjóra hluta. Dót sem fer í skúrinn hjá pabba, dót sem fer í "geymslu" hjá Öllu, dót sem fer í Góða hirðirinn og dót sem ég ætla að nota þangað til ég flyt aftur inn, fer sem sagt í bílinn! Er búin að skera massívt niður bækur, blöð, geisladiska og föt. Alla fær svo birgðirnar af dvd og vídeospólum - þarf ekki að leigja myndbönd í sumar. En nú er minns stopp vantar meiri kassa og svo vantar mig límband til að líma saman kassana svo það detti ekki úr þeim aftur. Spennandi finnst ykkur ekki?
Ég var að setja vídeospólur í kassa í gær og komst að því að ég á Söngvakeppni Framhaldsskólanna árið 1993, 1997-2005 á vídeospólum. Að auki á ég fjórar Eurovisíon keppnir á spólu....er ég þá ekki viðurkennt NÖRD?
Ég og Gugga fórum á Soho í gær, varð aftur fyrir vonbrigðum með matinn, annað sinn í röð. Annaðhvort er maturinn að versna eða þá að ég er ekki að velja rétt, fer að efast um þennan uppáhaldsstað minn. Við horfðum síðan á stigagjöfina úr jórúvisíon þegar Tyrkland vann, vorum geðveikt spenntar þó keppnin hafi verið fyrir 3 árum. Vorum allan tímann að reyna að rifja upp hvar við höfðum horft á þessa keppni. Svona vinnur hugurinn því allt í einu í miðjum Hvalfirðinum áðan (meira en sólarhring síðar) mundi ég hvar við vorum og var þá ekki að hugsa um það. Sem sagt árið 2003 vorum við að fagna útskriftinni með Möggu frænku á Selfossi og horfðum um leið á Júró, þetta voru algerlega nauðsynlegar upplýsingar.
Heyrði í dag að maður getur farið að Essó og keypt sér grill og ef Selma vinnur fær maður það endurgreitt. Kannski ég ætti bara að gera það. Við Siggi unnum nú reyndar eitthvað grill í happdrætti í haust. Ég næ kannski bara frekar í það. Spara þannig Essó pening, þeir fara nú á hausinn ef þeir þurfa að leggja út fyrir öllum þessum grillum....! Þeir græða nefnilega svo lítið. Eða ekki. Langar ekkert í grill. Langar frekar að vita hvar ég á heima! Er bara svona ginkeypt, hleyp af stað og framkvæmi eða kaupi hluti því aðrir segja mér það. Hef enga sjálfstæða skoðun. Þarf að pissa en get ekki farið að pissa því engin sagði mér að fara, eða koma. Hvað er í gangi með þessa færslu.....?
Bull, bull, bull.
2 comments:
At 1:01 PM, hanna lisa said…
Ertu nokkuð búin að pakka niður keppninni sem þú söngst í? Þarf að kíkja við hjá þér og fá að sjá hana :-)
At 2:42 PM, Gugga said…
Já þú bjargaðir mér með þessu sms-i. Þetta var að gera mig brjálaða.
Post a Comment
<< Home