Það er öðruvísi að búa í Njarðvík!
Já það er annar bragur á Njarðvík og Keflavík. Ekki að ég ætli að setja mig í eitthvað dómarasæti um hvað sé betra eða verra. Á Hafnargötunni var til dæmis ekki fuglasöngur heldur garg í múkka eða frekjutónn í Starra. Í Njarðvík er alvöru fuglasöngur - þrastasöngur. Í Njarðvík fljúgja þoturnar beint, beint yfir húsunum svo maður getur horft upp og öfundað fólkið sem er að koma heim, eða að koma til Íslands í fyrsta skipti. Ekki leiðinlegt að koma hingað þegar umhverfið brosir svona.
Janus klaufi pakkaði niður bæði hjólinu sínu og línuskautunum, nú getur hann því ekkert gert nema ganga og hlaupa - þarf til dæmis að keyra í vinnuna!! Alveg ferlegt. Já búslóðin er farin austur, komst fyrir í einum stórum flutningabíl og bíður nú spennt næsta áfangastaðar vafin í plast og pappa. Gunna systir kvaddi búslóðina með feitu misstigi og ökklinn lítur út eins og á fýlamanninum. Ég held hreinlega að stundum sé bara betra að brjóta en að teygja.
Ég er að fara í kveðjupartý á eftir, með öllum ormunum mínum og foreldrum þeirra. Hef ekki áður farið í svona bless-partý. Nú á ég bara eftir að pakka niður stofunni minni og þá er allt tilbúið fyrir sumarið og ferðina út.....! Núna eru ekki nema 22 dagar til brottfarar! Gaman af því.
Well og well - ætla að fara snemma heim í dag í góða sturtu og shiningu fyrir kvöldið í kvöld.
Góðar stundir.
Janus klaufi pakkaði niður bæði hjólinu sínu og línuskautunum, nú getur hann því ekkert gert nema ganga og hlaupa - þarf til dæmis að keyra í vinnuna!! Alveg ferlegt. Já búslóðin er farin austur, komst fyrir í einum stórum flutningabíl og bíður nú spennt næsta áfangastaðar vafin í plast og pappa. Gunna systir kvaddi búslóðina með feitu misstigi og ökklinn lítur út eins og á fýlamanninum. Ég held hreinlega að stundum sé bara betra að brjóta en að teygja.
Ég er að fara í kveðjupartý á eftir, með öllum ormunum mínum og foreldrum þeirra. Hef ekki áður farið í svona bless-partý. Nú á ég bara eftir að pakka niður stofunni minni og þá er allt tilbúið fyrir sumarið og ferðina út.....! Núna eru ekki nema 22 dagar til brottfarar! Gaman af því.
Well og well - ætla að fara snemma heim í dag í góða sturtu og shiningu fyrir kvöldið í kvöld.
Góðar stundir.
0 comments:
Post a Comment
<< Home