Fyrsta útilegan!!
Síðasta sumar fór ég næstum í útilegu hverja helgi enda fátt betra en að sofa í tjaldi. Það var því ekki seinna vænna að smella sér í útilegu um helgina - eina útilegan í júní og jafnvel júlí, nema ég spretti beint í útilegu þegar ég kem heim að utan. Verslunarmannahelgin er nú eiginlega meira í júlí heldur en ágúst. Anyways....útilega!
Eftir góðan sólarkoss á þjóðhátíðardaginn brunuðum við upp í Reykholt, borg í sveit. Þar fórum við á leynitjaldsvæði og fíluðum okkur eins og í útlöndum - há tré, tuttugu og eitthvað stiga hiti, blankalogn og gleði í bunkum. Þar sem við vorum þarna á 17. júní hitti ég líka fullt af fólki úr sveitinni, bæði á röltinu um daginn, orðið nokkuð framlátt á Klettinum (kráin) um kvöldið, svo ég tali nú ekki um eftirlegukindurnar sem blöktu um svæðið morgunin eftir. Krumpuð bæði að innan og utan. Keypti geisladisk sem gömlu nemendur mína voru að syngja og spila inn á, frábært að hlusta á hann, þó falskir tónar læðist með :)
Í gærdag var svo bara legið, sleikt sólina, spilað, drukkið bjór og etið. Í gærkvöldi kom svo Guggan mín og Siggi og eyddum við kvöldinu saman. Fórum á sveitakránna, drukkum bjór og spiluðum :) Í morgun vaknaði maður síðan við vondan draum og áttaði sig á því að máske hefði verið betra að hæla niður tjaldið þ.e. himininn, tjaldið sem himininn hvíldi á, orðið gegnblautt og því ekki annað að gera en að pakka saman, þurrka hundinn og smella sér á Selfossið. Bara svekkt því fátt er eins gott og að sofa í tjaldi í rigningu þ.e. þegar tjaldið heldur.
Þannig er nú það. Íbúðin mín er á Hverafold 21 í Grafarvoginum, 56 fermetrar, tvö herbergi á jarðhæð svo kisa fær að vera memm. Aftur að flytja í bæinn og aftur að setjast að við kirkju, áður var það Hallgrímskirkja í 100 metra fjarlægð en núna er það Grafarvogskirkja. Haleúja Janus er heilagur. Það er ennþá ódýrara að kaupa (þó dýrt sé) heldur en að leigja. Ég væri alveg til að í að sjá aftur þessa tæplega einu og hálfu miljón sem ég borgaði í leigu í Keflavík - bara blóðpeningar. Þetta verður bara gaman :) Fæ íbúðina reyndar ekki afhenda fyrr en 1. september enda ekki þörf á því fyrr en þá.
Óska afa mínum til hamingju með afmælið: hvar sem þú ert - þá flögguðu allir fyrir þér á 17 júní eins og alltaf hefur verið gert.
Júbíjæ!
Eftir góðan sólarkoss á þjóðhátíðardaginn brunuðum við upp í Reykholt, borg í sveit. Þar fórum við á leynitjaldsvæði og fíluðum okkur eins og í útlöndum - há tré, tuttugu og eitthvað stiga hiti, blankalogn og gleði í bunkum. Þar sem við vorum þarna á 17. júní hitti ég líka fullt af fólki úr sveitinni, bæði á röltinu um daginn, orðið nokkuð framlátt á Klettinum (kráin) um kvöldið, svo ég tali nú ekki um eftirlegukindurnar sem blöktu um svæðið morgunin eftir. Krumpuð bæði að innan og utan. Keypti geisladisk sem gömlu nemendur mína voru að syngja og spila inn á, frábært að hlusta á hann, þó falskir tónar læðist með :)
Í gærdag var svo bara legið, sleikt sólina, spilað, drukkið bjór og etið. Í gærkvöldi kom svo Guggan mín og Siggi og eyddum við kvöldinu saman. Fórum á sveitakránna, drukkum bjór og spiluðum :) Í morgun vaknaði maður síðan við vondan draum og áttaði sig á því að máske hefði verið betra að hæla niður tjaldið þ.e. himininn, tjaldið sem himininn hvíldi á, orðið gegnblautt og því ekki annað að gera en að pakka saman, þurrka hundinn og smella sér á Selfossið. Bara svekkt því fátt er eins gott og að sofa í tjaldi í rigningu þ.e. þegar tjaldið heldur.
Þannig er nú það. Íbúðin mín er á Hverafold 21 í Grafarvoginum, 56 fermetrar, tvö herbergi á jarðhæð svo kisa fær að vera memm. Aftur að flytja í bæinn og aftur að setjast að við kirkju, áður var það Hallgrímskirkja í 100 metra fjarlægð en núna er það Grafarvogskirkja. Haleúja Janus er heilagur. Það er ennþá ódýrara að kaupa (þó dýrt sé) heldur en að leigja. Ég væri alveg til að í að sjá aftur þessa tæplega einu og hálfu miljón sem ég borgaði í leigu í Keflavík - bara blóðpeningar. Þetta verður bara gaman :) Fæ íbúðina reyndar ekki afhenda fyrr en 1. september enda ekki þörf á því fyrr en þá.
Óska afa mínum til hamingju með afmælið: hvar sem þú ert - þá flögguðu allir fyrir þér á 17 júní eins og alltaf hefur verið gert.
Júbíjæ!
1 comments:
At 12:11 AM, hanna lisa said…
Hæ skvís!
Bara að láta vita að ég les enn bloggið þitt :-)
Post a Comment
<< Home