Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, August 23, 2005

Gáta?

Hvað er flóknara en að fá tuttugu nemendur í fyrsta bekk að hausti?

Jú! að fá tuttugu nemendur - 13 úr fyrsta bekk og 7 úr öðrum í sama bekk að hausti. Þá er í enn fleiri horn að líta - ég held ég búi í tuttugu hyrningi núna. Eiginlega svona 28 hyrningi.

Og já viti menn klukkan er 22:19 og ég er ennþá að klippa og líma, sem þýðir að ég er búin að vinna í rúmlega 14 tíma í dag þar af rúmlega sex tíma án þess að fá borgað fyrir....jamm það er svo frábært að vera kennari!!!!!

Í dag kynntist ég samt 20 + börnum, öll yndisleg á sinn hátt, eða einhvern hátt. Nokkrir verðandi undir vængnum skjólstæðingar - það væri nú gaman að fá bekk sem ekki hefði neinum svona brotnum einstaklingum á að skipa.

....later!

1 comments:

  • At 2:18 PM, Blogger hanna lisa said…

    Hæ skvís!
    Bara að láta vita að ég fylgist enn með þér. Þú virðist vera að byrja á mjög krefjandi verkefni þennan veturinn. Heyri í þér, Hanna Lísa

     

Post a Comment

<< Home