Oh well!
Ég hreinlega iða í skinninu ef ég blogga ekki reglulega. Ekki það að ég hafi frá svona gríðarlega miklu að segja. Aðallega bara að bulla, en....hér er nú samt enn ein bloggfærslan.
Hmmmm...hvað ætlar Janus að tala um í dag? Jú dintur! Hafið þið einhvern velt því fyrir ykkur hvað foreldrar hafa mikil áhrif á dintur barna sinna. Þar sem ég er ekki foreldri er ég náttúrulega bara að tala um þetta sem utanaðkomandi aðili en....þetta fer pínu í taugarnar á mér.
Ég lenti á eintala við leigubílstjóra um kvöldið góða sem nota bene er búin að vinna 190 helgar í röð...og jú hann er samt giftur. Anyways ég sagði honum að ég væri kennari og þá fór hann að segja mér sögu af leikskóla dóttur sinnar. Fjögurra ára gömul dóttir hans neitar að fara í leikskólann því hún á ekki nógu flott föt! Fullt ungt finnst ykkur ekki? Þegar ég var fjögurra ára fór ég nú bara í fötin sem í skápnum voru, held að fötin hafi ekki skipt mig neinu máli, var of upptekin í barbí og hjólaferðum. En er þetta raunin? En þetta er náttúrulega ekki barnanna, nei það eru ekki börnin sem fara út og vinna fyrir fötunum sínum. Hvenær kemur að því að börnin mæti bara með make-up á leikskólann? Er ekki orðið svolítið sjúkt þegar til er fjögurra ára tíska?
Annað og jafn mikilvægt! Foreldrar sem eru grænmetisætur. Gott og gilt með það, fólk hefur nú rétt á að borða það sem það vill? En...eru börnin þeirra þá líka grænmetisætur? Þetta þaut í gegnum huga minn í dag þegar ég var að kenna heimilisfræði og messaði yfir börnunum með fæðuhringinn á lofti um mikilvægi þess að borða fjölbreytta fæðu úr öllum fæðuflokkum. Hvernig þroskast einstaklingur sem fær ekki neinn mat úr kjöt og fisk flokknum sem er ca. 1/6 af fæðuhringnum? Leyfa grænmetisætur börnunm sínum að njóta þess undurs sem heitir kjöt og lúða?
Enn eitt og líka mikilvægt. Foreldrar sem banna sykur þ.e. nammi, safa og gos. Það er greypt í huga mér þegar ég var að passa systkini sem ekki máttu borða nammi. Þau fengu alltaf gefins páskaegg og eggin voru sett upp á ísskáp og þar stóðu þau þangað til þau fóru að verða hvít. Þá var eggjunum hent án þess að svo mikið sem málshátturinn væri tekin úr þeim. Mér fannst þetta alltaf svo sorglegt og ekki vegna þess að þetta væri sóun á súkkulaði sem mér fannst þá líka vont. Heldur hitt að þurfa að láta þetta liggja svona fyrir augunum á krökkunum. Síðan þessir krakkar fóru sjálfir að hafa fjárráð hafa þau legið í namminu. Hefði þá verið verra að leyfa þeim að borða páskaeggin sín? Er það ekki þannig að börnin girnast það sem ekki má?
Hvernig stendur á því að sextán ára stelpa getur verið á flakkinu í 17 daga áður en farið er að leita að henni? Er það kannski bara rétti aldurinn til að flytja að heiman? Kannski var þessi stúlka bara að flýja það að hún var ekki í réttri tísku fékk aldrei hamborgara og langaði alltaf í páskaeggin sín? Segi nú bara svona, maður veit svo sem ekki neitt.
Cisv-krakkarnir mínir komu í heimsókn til mín í gærkvöldi. Við bökuðum pitsu, borðuðum snakk og horfðum á O.C. og svei mér þá að þetta var ekki bara skemmtilegasti O.C. þáttur sem ég hef lengi séð, mest vegna þess að þessi blessaði þáttur er orðin algjör kossa-sápu-þvæla....! Og hvað gera ellefu ára börn þegar einhver er að kyssast? Roðna og blána og horfa upp í loftið á gólfið eða á hvort annað og hlægja taugaveikluðum hlátri. Já þetta var alveg brilliant.
Er í átaki sem heitir "í háttinn klukkan ellefu" og það er því almost háttatími.
Later
Hmmmm...hvað ætlar Janus að tala um í dag? Jú dintur! Hafið þið einhvern velt því fyrir ykkur hvað foreldrar hafa mikil áhrif á dintur barna sinna. Þar sem ég er ekki foreldri er ég náttúrulega bara að tala um þetta sem utanaðkomandi aðili en....þetta fer pínu í taugarnar á mér.
Ég lenti á eintala við leigubílstjóra um kvöldið góða sem nota bene er búin að vinna 190 helgar í röð...og jú hann er samt giftur. Anyways ég sagði honum að ég væri kennari og þá fór hann að segja mér sögu af leikskóla dóttur sinnar. Fjögurra ára gömul dóttir hans neitar að fara í leikskólann því hún á ekki nógu flott föt! Fullt ungt finnst ykkur ekki? Þegar ég var fjögurra ára fór ég nú bara í fötin sem í skápnum voru, held að fötin hafi ekki skipt mig neinu máli, var of upptekin í barbí og hjólaferðum. En er þetta raunin? En þetta er náttúrulega ekki barnanna, nei það eru ekki börnin sem fara út og vinna fyrir fötunum sínum. Hvenær kemur að því að börnin mæti bara með make-up á leikskólann? Er ekki orðið svolítið sjúkt þegar til er fjögurra ára tíska?
Annað og jafn mikilvægt! Foreldrar sem eru grænmetisætur. Gott og gilt með það, fólk hefur nú rétt á að borða það sem það vill? En...eru börnin þeirra þá líka grænmetisætur? Þetta þaut í gegnum huga minn í dag þegar ég var að kenna heimilisfræði og messaði yfir börnunum með fæðuhringinn á lofti um mikilvægi þess að borða fjölbreytta fæðu úr öllum fæðuflokkum. Hvernig þroskast einstaklingur sem fær ekki neinn mat úr kjöt og fisk flokknum sem er ca. 1/6 af fæðuhringnum? Leyfa grænmetisætur börnunm sínum að njóta þess undurs sem heitir kjöt og lúða?
Enn eitt og líka mikilvægt. Foreldrar sem banna sykur þ.e. nammi, safa og gos. Það er greypt í huga mér þegar ég var að passa systkini sem ekki máttu borða nammi. Þau fengu alltaf gefins páskaegg og eggin voru sett upp á ísskáp og þar stóðu þau þangað til þau fóru að verða hvít. Þá var eggjunum hent án þess að svo mikið sem málshátturinn væri tekin úr þeim. Mér fannst þetta alltaf svo sorglegt og ekki vegna þess að þetta væri sóun á súkkulaði sem mér fannst þá líka vont. Heldur hitt að þurfa að láta þetta liggja svona fyrir augunum á krökkunum. Síðan þessir krakkar fóru sjálfir að hafa fjárráð hafa þau legið í namminu. Hefði þá verið verra að leyfa þeim að borða páskaeggin sín? Er það ekki þannig að börnin girnast það sem ekki má?
Hvernig stendur á því að sextán ára stelpa getur verið á flakkinu í 17 daga áður en farið er að leita að henni? Er það kannski bara rétti aldurinn til að flytja að heiman? Kannski var þessi stúlka bara að flýja það að hún var ekki í réttri tísku fékk aldrei hamborgara og langaði alltaf í páskaeggin sín? Segi nú bara svona, maður veit svo sem ekki neitt.
Cisv-krakkarnir mínir komu í heimsókn til mín í gærkvöldi. Við bökuðum pitsu, borðuðum snakk og horfðum á O.C. og svei mér þá að þetta var ekki bara skemmtilegasti O.C. þáttur sem ég hef lengi séð, mest vegna þess að þessi blessaði þáttur er orðin algjör kossa-sápu-þvæla....! Og hvað gera ellefu ára börn þegar einhver er að kyssast? Roðna og blána og horfa upp í loftið á gólfið eða á hvort annað og hlægja taugaveikluðum hlátri. Já þetta var alveg brilliant.
Er í átaki sem heitir "í háttinn klukkan ellefu" og það er því almost háttatími.
Later
0 comments:
Post a Comment
<< Home