Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, September 13, 2005

Nóg að gera!

Allt að smella, vistarverurnar farnar að líta út eins og mannabústaður.

Vantar nokkra hluti til að fullkomna sköpunarverkið. Í stofuna eru komnir þessir líka massívu leðursófar, á gólfið alveg massafín blá gólfmotta og hillusamstæðan með öllum græjunum sem venjulegur einstaklingur þarf á að halda í dag. Það á reyndar eftir að tengja það allt enda ekki verkefni fyrir hina tækjafötluðu Jönu, en aðstoð berst í vikunni. Það vantar reyndar sófaborð en það stendur til bóta og von á því um leið og greiðsla fæst fyrir gamla sófann.

Fór í Rúmfatalagerinn í dag til að kaupa mér svona bastkörfur í fatahengið. Labbaði þaðan út með fýlusvip og hugsaði mér að nú hefði ég ekki lengur efni á því að kaupa mér að borða fyrr en næsta Vísatímabil hefst. Fór svo að skoða kassakvittunina og sá að ég hafði verið látin borga alltof mikið fyrir þessa fáu hluti. Ég skundaði því aftur í Lagerinn fullviss um að ég myndi endurheimta þessa aura mína. Sá fyrir mér dýrindis pastarétti og meðlæti alla næstu viku...en ég fékk bara innleggsnótu :( Ég borða því bara seinna eða bíð mér í mat á réttu stöðum.

Eldhúsinnréttingin er á leiðinni á Selfoss svo hægt sé að sprauta yfir skemmdir fyrri Eigenda /leigenda á henni - hún verður sprautuð með trukkalakki....! Veit ekki hvers vegna það er besti kosturinn en það er allt betra en að hafa hana svona eins og sebrahest. Reykingarstybban í íbúðinni er á undanhaldi sem betur fer - það er vibbi að þurfa að taka við svona reyktu húsnæði - en ilmkerti og sápa vinnur á þessu. Skil ekki hvernig fólk getur gert þetta, anga eins og öskubakki meira að segja þó þú myndir fela þig inni í skáp.

Notaði tækifærið í dag vegna upp og niðurgangs í nótt sem héldu mér frá vinnu í dag og hringdi í öll þau fyrirtæki sem þarf að hafa samskipti við eigu á eigin húsnæði. Síminn sem nota bene fyrri eigandi var ekki búin að láta aftengja, Orkuveitan sem fyrri eigandi var ekki búin að segja upp. Oj bara að þurfa að hringja þangað lét mig fá velgjuhroll, hvern ætli asninn sé farinn að nota núna hann hlýtur að vera búin að finna einhvern annan til að hafa gott af núna nema hann sé ennþá svona skemmdur í hausnum eftir fyrri hugsjúku kærustu. Múhahaha!!!! Vona fyrir hönd annarra einhleypra kvenna á landinu að hann haldi sig frá kvennkyninu.....fái sér bara slöngu, eða könguló eða ávaxtaflugu, sem lifir bara í einn dag.....anyways. Svo hringdi ég í bankann komst af því hvernig ég borgaði reikninga mína. Merkilegt nokk að hafa svona þjónustufulltrúa, ég vissi í alvöru talað ekki hvernig þessir reikningar borgðust. Nýja debetkortið á leiðinni, búið að vera í fríi í nokkrar vikur í Keflavík og ekki seinna vænna að fara að koma því gang.

Púslaði tölvunni minni saman í dag og get því setið hér og bloggað. Orðin sjálfs míns herra eða frú eða fröken, eða bara hnáta. Hver veit?

Er ég kannski bara ávaxtafluga sem lifi í einn dag?

0 comments:

Post a Comment

<< Home