Frá Selfossi!
Ákvað að eyða helginni á Selfossinu góða. Nokkrar ástæður eru fyrir því:
1. Hef ekki komið hingað síðan í 1. sept þegar ég flutti í bæinn (fyrir utan eina tónleika).
2. Bílinn þarfnaðist sérfræðikunnáttu karlpeningsins í fjölskyldunni, ætla ekki að segja ykkur frá aulaganginum í sjálfri mér...en bíllinn er í lagi núna ;) Að auki þurfti að koma undir hann negldum sokkum. Að auki notaði ég tækifærið og bónaði og skrúbbaði. Nú er hann bara gell-mobíl í gaddaskóm.
3. Afleiðingar síðustu helgar, úffff...gat ekki hugsað mér annað en rólegheit eftir það massa fyllerí sem tók hálfa vikuna að jafna sig af. Leiðinlegt þegar mistökin bíta mann svona í rassinn.
4. Foreldrarnir eru að fara erlendis á miðvikudaginn í 2 vikur, að heimsækja Bjarna og Bryndísi meðal bauna og serjóshringa.
5. ....og síðast en alls ekki síst. Mamma var að taka slátur og ég fæ slátur í kvöldmat....mmmm. Ég held í alvöru að það séu nokkur ár síðan ég fékk síðast slátur :)
Svo er nú það. Fékk gefins eitt stykki nemönd á föstudaginn og er því komin með 20 orma í bekk. Það er spurning hvenær þessum snillingum hjá Reykjavíkurborg sem hljóta að þjást af tölublindu tekst að reikna það inn í launin mín......grrrrrrrrrrrrrr! Það þyrfti að senda þá í greiningu!!!
Svona, svona róleg - þú getur alltaf bara staðið á horninu!
Og svo eitt til að fullkomna daginn hjá mínum kæru lesendum þá er barn á leiðinni, alla leið frá hinum megin á hnettinum! Frábært!
1. Hef ekki komið hingað síðan í 1. sept þegar ég flutti í bæinn (fyrir utan eina tónleika).
2. Bílinn þarfnaðist sérfræðikunnáttu karlpeningsins í fjölskyldunni, ætla ekki að segja ykkur frá aulaganginum í sjálfri mér...en bíllinn er í lagi núna ;) Að auki þurfti að koma undir hann negldum sokkum. Að auki notaði ég tækifærið og bónaði og skrúbbaði. Nú er hann bara gell-mobíl í gaddaskóm.
3. Afleiðingar síðustu helgar, úffff...gat ekki hugsað mér annað en rólegheit eftir það massa fyllerí sem tók hálfa vikuna að jafna sig af. Leiðinlegt þegar mistökin bíta mann svona í rassinn.
4. Foreldrarnir eru að fara erlendis á miðvikudaginn í 2 vikur, að heimsækja Bjarna og Bryndísi meðal bauna og serjóshringa.
5. ....og síðast en alls ekki síst. Mamma var að taka slátur og ég fæ slátur í kvöldmat....mmmm. Ég held í alvöru að það séu nokkur ár síðan ég fékk síðast slátur :)
Svo er nú það. Fékk gefins eitt stykki nemönd á föstudaginn og er því komin með 20 orma í bekk. Það er spurning hvenær þessum snillingum hjá Reykjavíkurborg sem hljóta að þjást af tölublindu tekst að reikna það inn í launin mín......grrrrrrrrrrrrrr! Það þyrfti að senda þá í greiningu!!!
Svona, svona róleg - þú getur alltaf bara staðið á horninu!
Og svo eitt til að fullkomna daginn hjá mínum kæru lesendum þá er barn á leiðinni, alla leið frá hinum megin á hnettinum! Frábært!
0 comments:
Post a Comment
<< Home