Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, October 24, 2005

Kvennafrídagur!

Ég sat með börnunum mínum tuttugu í krók í morgun og notaði tækifærið í tilefni dagsins til að ræða um konur. Þurfti að byrja á því að árétta það að ég væri ekki eina konan í herberginu því allar stelpurnar væru konur líka og þetta væri þeirra frídagur alveg eins og minn. Við ræddum svo um tengda hluti eins og t.d. húsmæðraorlof og laun. Fékk meira að segja spurninguna ,,hvað eru laun?" Gaman að þessu. Börnunum fannst þetta sniðug tilbreyting að hafa svona kvennafrídag. Í lokin var svo einn sem spurði ,,hvenær er svona strákafrídagur?" Það er náttúrulega ferlega fúlt að vera karlkyns....stundum.

Það er nú hálfbjánalegt að ganga út klukkan 14:08 þegar börnin eru búin í skólanum klukkan 13:55. Þetta var því meira að ganga svona út frá sjálfum sér því undirbúningin er ekkert hægt að setja á hold - ég vann hann á sunnudaginn og klára í hádeginu á morgun. Hefði þurft að leggja af stað klukkan 13:08, miða bara við karla sem eru með eins há laun.

Kröfugangan í dag vakti upp minningar um kröfugöngu kennara, þá var heldur betur hugur í manni og konu. Núna var það bara í konu. Eða stelpum. Áfram stelpur!!

og já! Laugardagurinn var alveg magnaður. Ég og Inga gengum Heiðmörk þvera og endilega í geggjuðu veðri, horfðum svo á Evróvisíon (svo ég tali eins og þulurinn) drukkum slatta af rauðu víni og máluðum svo bæinn rauðan. Voðalega eitthvað rauðar þennan dag. Maður bara skreiddist heim um miðjan morgun, eða bara morgun.

1 comments:

  • At 2:49 PM, Blogger Gugga said…

    Ætla rétt að vona að Þórunn Lárusdóttir verði ekki kynnir á alvöru júróvisjón. Hún var alveg að drepa mig. Þurfti að þýða hvert einasta orð, tókst það sjaldnast og maður heyrði ekkert hvað útlensku kynnarnir sögðu.

     

Post a Comment

<< Home