Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, October 20, 2005

Skokkið!

Ég var að skokka. Úti var stillt veður. Það var nístingskalt. Þegar ég hljóp myndaði andardrátturinn hvít ský allt í kringum mig. Það var dauðaþögn, eina hljóðið sem heyrðist var þegar fætur mínir lentu á jörðinni. Það var myrkur. Smá skíma frá götuljósum hinum megin í Voginum og tunglsljósið baðaði allt sérkennilegri blárri birtu.

Allt í einu heyri ég eitthvað, ég sný höfðinu í átt að hljóðinu og þá sé ég upp í ginið á einhverri hræðilegri skepnu sem stekkur á mig. Rétt áður en skepnan læsir beittum tönnunum í mig...............hrekk ég upp. Ég ligg í rúminu í svitabaði. Þetta var víst bara vondur draumur. Hver er góður að ráða drauma?

Og loksins, lokins langþráð prinsessa. Margrét Lin vertu velkomin í fjölskylduna. Þú ert ekkert smá heppin ung stúlka.

0 comments:

Post a Comment

<< Home