Ég ætla að bíða....og hana nú!
Ánægjulegt að sjá hvernig "ekki drekka áfengi samtök" hafa breytt um stíl. Nú eru þeir hættir að predika um það unglingar eigi ekki að drekka, aldrei. Heldur segja bara "ég ætla að bíða". Þar fara hvort sem er flestir að drekka á einum eða öðrum tímapunkti hvort sem "ekki drekka áfengi samtök" predika eða ekki. Ég held hreinlega að þetta sé betri leið. Ég fór sjálf ekki að drekka að ráði fyrr en um tvítugt og finnst ekki vera neitt verri manneskja fyrir vikið.
Óhugnalegt að sjá myndbandið úr miðbænum um helgina, fegin er ég að þekkja bara eina löggu! Að hugsa sér að löggan þurfi að snúa menn niður og liggur við berjast við að halda fólkinu í burt svo hægt sé að hjálpa slösuðum - sem í þessu tilviki leit mjög illa út þarna liggjandi í blóðpolli. Ég vona samt að íslenska löggan fari nú ekki að bera vopn og fannst mér löggan sem talað var við vera algjörlega á móti því. Það væri nú alveg til að kóróna ástandið í miðbænum.
Á samt til með að segja ykkur sögu sem ég heyrði um daginn. Sel hana ekki dýrari en ég keypti hana en....svona var hún einhvern veginn. Löggan á Selfossi var kölluð að skemmtistað þar sem slagsmál höfðu brotist út. Tveir menn voru að slást og löggurnar fjórar sem mættu á staðinn tóku að sér sitt hvorn slagarann. Annar gaurinn róast strax en hinn er mjög æstur. Löggurnar sáu því þann kost vænstan að nota úða til að róa hinn æsta niður. Alla vega önnur löggan stendur á bakvið þann æsta og nær að halda honum þannig, hin löggan beinir úðanum að andliti hins æsta, hann er fljótur að hugsa og beygir sig frá og svúfff úðinn fer beint í andlitið á löggunni sem stendur á bakvið....tíhí! Klaufalegt finnst ykkur ekki? Aukaatriði en löggan sem sprautaði var kvenkyns, og hefði úðinn ekki endað framan í hinni löggunni þó svo hinn æsti hefði ekki beygt sig undan?
Eníhú! Haldiði að ég hafi bara ekki fundið þennan glæsilega malarstíg hérna rétt hjá mér! Skil ekki hvernig fólk getur skokkað á hverjum degi á þessu endalausa malbiki. Ég get svarið það að ég var komin með verki í hálsinn eftir lengstu hlaupatúrana. Á malarstígunum er hægt að hlaupa lengra...óóó já!
Ekki það að mér finnist eitthvað leiðinlegt að fá alls konar hugmyndir um lausn á prinsessu málinu sem nota bene....engin hafði rétt fyrir sér...þá er svarið svona beint frá USA......
....Stúlkan sá þegar kóngurinn setti tvo svarta steina í pokann og vitandi það að hún gæti ekki komist hjá því að draga stein úr pokanum sá hún að eini möguleikinn hjá henni væri að draga svartan stein. En á þann stein ætlum við ekki að horfa í þessu svari. Það er augljóst að steinninn sem hún dregur er svartur.
En... steinninn sem eftir er í pokanum er líka svartur. Stúlkan dregur einn svartan stein úr pokanum, heldur honum í lófanum án þess að sýna hann og biður kónginn um að sýna steininn sem eftir er í pokanum. Þegar kóngurinn tekur upp svartan stein, sjá hann allir og álykta að stúlkan haldi á hvítum steini og þurfi þar af leiðandi ekki að giftast kónginum.
Er þetta rökrétt eða ekki???
GÓÐUR?
Óhugnalegt að sjá myndbandið úr miðbænum um helgina, fegin er ég að þekkja bara eina löggu! Að hugsa sér að löggan þurfi að snúa menn niður og liggur við berjast við að halda fólkinu í burt svo hægt sé að hjálpa slösuðum - sem í þessu tilviki leit mjög illa út þarna liggjandi í blóðpolli. Ég vona samt að íslenska löggan fari nú ekki að bera vopn og fannst mér löggan sem talað var við vera algjörlega á móti því. Það væri nú alveg til að kóróna ástandið í miðbænum.
Á samt til með að segja ykkur sögu sem ég heyrði um daginn. Sel hana ekki dýrari en ég keypti hana en....svona var hún einhvern veginn. Löggan á Selfossi var kölluð að skemmtistað þar sem slagsmál höfðu brotist út. Tveir menn voru að slást og löggurnar fjórar sem mættu á staðinn tóku að sér sitt hvorn slagarann. Annar gaurinn róast strax en hinn er mjög æstur. Löggurnar sáu því þann kost vænstan að nota úða til að róa hinn æsta niður. Alla vega önnur löggan stendur á bakvið þann æsta og nær að halda honum þannig, hin löggan beinir úðanum að andliti hins æsta, hann er fljótur að hugsa og beygir sig frá og svúfff úðinn fer beint í andlitið á löggunni sem stendur á bakvið....tíhí! Klaufalegt finnst ykkur ekki? Aukaatriði en löggan sem sprautaði var kvenkyns, og hefði úðinn ekki endað framan í hinni löggunni þó svo hinn æsti hefði ekki beygt sig undan?
Eníhú! Haldiði að ég hafi bara ekki fundið þennan glæsilega malarstíg hérna rétt hjá mér! Skil ekki hvernig fólk getur skokkað á hverjum degi á þessu endalausa malbiki. Ég get svarið það að ég var komin með verki í hálsinn eftir lengstu hlaupatúrana. Á malarstígunum er hægt að hlaupa lengra...óóó já!
Ekki það að mér finnist eitthvað leiðinlegt að fá alls konar hugmyndir um lausn á prinsessu málinu sem nota bene....engin hafði rétt fyrir sér...þá er svarið svona beint frá USA......
....Stúlkan sá þegar kóngurinn setti tvo svarta steina í pokann og vitandi það að hún gæti ekki komist hjá því að draga stein úr pokanum sá hún að eini möguleikinn hjá henni væri að draga svartan stein. En á þann stein ætlum við ekki að horfa í þessu svari. Það er augljóst að steinninn sem hún dregur er svartur.
En... steinninn sem eftir er í pokanum er líka svartur. Stúlkan dregur einn svartan stein úr pokanum, heldur honum í lófanum án þess að sýna hann og biður kónginn um að sýna steininn sem eftir er í pokanum. Þegar kóngurinn tekur upp svartan stein, sjá hann allir og álykta að stúlkan haldi á hvítum steini og þurfi þar af leiðandi ekki að giftast kónginum.
Er þetta rökrétt eða ekki???
GÓÐUR?
1 comments:
At 12:19 PM, Gugga said…
Ahhhh...sniðug stelpa. Mér finnst að hún hefði átt að giftast kónginum, skilja svo við hann og fá fullt af peningum.
Post a Comment
<< Home