Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, October 30, 2005

Ég þoli ekki....

- Ég þoli ekki sunnudaga. Þá er svo stutt í mánudaga.

- Ég þoli ekki að mega ekki velta mér á hina hliðina og halda áfram að sofa þegar það er stormur úti. Mér finnst að svoleiðis dagar ættu bara að vera svona löggiltir frídagar.

- Ég þoli ekki uppvask. Ég vaska upp og vaska upp en samt er alltaf eitthvað dót í vaskinum. Vill einhver skipta á tölvu og uppþvottavél?

- Ég þoli ekki rifrildi. Ég er svo léleg að rífast. Fæ bara magapínu ef ég sé einhver fyrrverandi rifrildi sem ég hefði viljað hakka í mig. Er samt með tilbúna eina geggjaða ræðu næst þegar ég mæti einni kvennsu. Mun þylja hana upp eins og ártölin í landafræðiprófinu árið ´88.

- Ég þoli ekki ryk. Ég þoli ekki sand. Ég þoli ekki hár. Ég þoli ekki drullu. Ég elska samt kisuna mína þó hún beri mér þennan ósóma alla daga ;)

-Ég þoli ekki frost og kulda. Ég þoli ekki hálku. Ég þoli ekki að skórnir mínir virki eins og skautar í hálkunni, þyrfti að kaupa mér mannbrodda. Mig langar að fara til útlanda, jafnvel bara flytja eitthvert þar sem frostið bítur mann ekki í puttana.

-Ég þoli það ekki að vera búin að týna geggjuðu, flottu, svörtu húfunni minni. Kann ekki við það biðja mömmu Mundu að prjóna aðra fyrir mig. Kannski ég reyni að gera það sjálf.

-Ég þoli ekki kirkjuklukkurnar sem vakna á undan venjulegu fólki....grrrrrrrrrr!

0 comments:

Post a Comment

<< Home