Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, November 06, 2005

Líkamsræktin, fríið, helgin og fleira.

Hún Gugga sem hefur ótrúlega gott nef fyrir útsölum sendi mig um daginn á útsölu í Kópavoginum. Þar voru á fáránlegu verði vörur frá framleiðendum ZO-ON. Ég keypti mér geggjaðar göngubuxur á frábæru verði aðeins 2990 - maðurinn á kassanum bætti svo um betur og seldi mér þær óvart á 1000 krónur. Ég vígði buxurnar svo áðan og svei mér þá ef ég er ekki bara hæstánægð með þær. Veðrið í dag var náttúrulega glæpsamlegt og það liggur við að þeir sem sitja inni ættu að fá sekt fyrir. Notaði tækifærið og þvoði bílinn minn, óþolandi þessar skítugu götur í höfuðborginni.

Líkamsræktin komin á fullt. Námskeiðið hefur allt sem venjuleg líkamsrækt hefur upp á að bjóða. Þar er konan sem mætir fyrst og stillir sér upp fremst í salnum, upp við spegilinn og þaðan hreyfir hana ekkert. Þar er gellan í merkjunum, sem er bæði í of þröngu og of stuttu. Svo er þar gellan sem er í hörkuformi, alltaf grönn og samt með complexa og finnur svölun á námskeiði þar sem hún er flottust. Svo er þar unga gellan sem var skráð á námskeiðið og nennir eiginlega ekki að vera þarna. Svo er konan sem fussar, finnst þetta bara leiðinlegt. Svo er það konan sem gerir meira en hún getur, tekur of þung lóð og stangir og þykist svo þurfa að reima skónna eða girða sig þegar hún getur ekki meira - en ekki skal hún taka minni þyngdir. Svo eru það gellurnar sem eru fyrir sjálfa sig og eru ákveðnar í að standa sig vel þ.e. sem sagt ég og Gugga og Guðbjörg (auðvitað verð ég að láta okkur líta best út). Sorglegt samt að á þessu námskeiði sem ber yfirskriftina aðhald er engin kona sem virkilega þyrfti að fara í AÐHALD, þetta eru allt konur sem eru bara að koma sér í form.

Þá vetrarfríið búið og helgarfríið líka. Ég notaði tækifærið og gekk frá öllum lausum endum, setti vetrardekk undir bílinn, skipti um olíu á kerrunni, litaði sjálfa mig og þekki mig varla í spegli á eftir. Brunaði til Keflavíkur og heimsótti englana mína í Heiðarskóla. Það var ekkert smá gaman og fyllti alveg á knúskvótann næstu mánuði :) ég heimsótti bankakonuna mína, fékk mér salat og kjaftasögur á Duus og svo framvegis. Við kíktum svo aðeins út á föstudagskvöldið í borginni. Þetta var bara fínt kvöld, með góðu spjalli og smá hvítvíni. Svaf alveg sérstaklega vel um nóttina, var alveg uppgefin eftir þetta erfiða frí!

Litli frændi hélt svo upp á afmælið sitt á laugardaginn, honum fannst frænka sín reyndar eitthvað drusluleg og pakkaði henni bara í öll teppin í íbúðinni og söng fyrir hana vögguvísur. Ég passaði svo til að verða þrjú í nótt og já ekkert meira um það að segja.

Er að plana pastarétt kvöldins í huganum. Mmmmmm finn alveg tómatbragðið í munninum :)

leiter geiter.....Janus

0 comments:

Post a Comment

<< Home