Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, November 15, 2005

Þvottapokinn

Gamall en alltaf góður!!

Ég átti pantaðan tíma hjá kvensjúkdómalækninum mínum seinna í vikunni. Snemma morguns, var hringt í mig heim og mér sagt að búið væri að flýta tímanum mínum og ég ætti að mæta samdægurs kl. 9:30

Ég var ný búin að koma öllum heimilismeðlimum af mér í skóla og vinnu og klukkan þegar orðin 8:45 Það tæki mig 35 mínótur að aka til læknisins svo ég hafði engan tíma aflögu. Eins og flestar konur, þá vil ég nú þrífa prívatið alveg sérstaklega vel fyrir svona skoðanir, en í þetta skiptið var ekki tími til þess. Svo ég dreif mig inná baðherbergi, henti af mér náttfötonum og snarlega strauk yfir prívatið með þvottapoka sem ég greip hjá vaskinum og bleytti undir krananum, jæja ég væri allavega boðleg í skoðunina svona. Ég henti þvottapokanum ofaní óhreynatauskörfuna, skellti mér í föt, snaraði mér útí bíl og hélt af stað. Ég var í biðstofunni aðeins í fáeinar mínótur þegar ég var kölluð inn. Og einsog þetta fer fram, sem ég reikna með að þú kannist við, þá henti ég mér uppá skoðunarbekkinn, horfði eitthvað útí bláinn og ímyndaði mér að ég væri einhverstaðar í París... eða langt langt í burtu. Ég var svolítið hissa þegar læknirinn sagði "ja hérna það er aldeilis við höfum lagt okkur fram um að vera flottar og fínar í dag,, :o)
Ég svaraði þessu engu.

Eftir skoðunina var mér létt og ég fór heim að sinna þessu vanalega, þrífa, versla og elda....Þegar 6 ára dóttir mín kom heim eftir skóla og var að leika sér, kallaði hún útaf baðherberginu, mamma hvar er þvottapokinn minn?,,

Ég sagði henni að ná sér í hreinann í skúffuna. Hún svaraði "nei ég vil fá þennan sem var á vaskinum, ég nebblega geymdi allt glimmerið mitt í honum."!!!!!!!!!!!!!

2 comments:

  • At 9:01 PM, Blogger Soffía said…

    Hahahaha... jeminn, hélt fyrst að þú værir að blogga um persónulega upplifun þína af heimsókn til kvensjúkdómalæknis... ;)

     
  • At 12:03 AM, Blogger hanna lisa said…

    Góður þessi! Gat alveg trúað þér til að skrifa um þetta en sagan fór að vera ansi nákvæm....

     

Post a Comment

<< Home