Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, November 13, 2005

...og svo skemmtilegt!

1. Hvenær vaknar þú á morgnana: Vegna bumbunámskeiðs vakna ég suma morgna klukkan 6 en annars klukkan korter yfir 7.
2. Ef þú gætir snætta hádegisverð með einhverjum frægum, hver væri það? Ekki spurning...Guð! hefði nokkrar tillögur til að ræða við hann/hana/það?
3. Gull eða silfur?
Oftast silfur - týni samt öllu!
4. Hver var síðasta myndin sem þú sást í bíó? Ég fór að sjá In her shoes og hafði mjög gaman af, þó fyrir utan geggjaðar gelgjur sem allir í bíóinu hefðu viljað stúta!
5. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn? Hmmm þarf sennilega ekki að segja það, en okei það er Friends - mér finnst þeir bara skemmtilegir. (n.b. núna er 50% afsláttur af öllum Friends þáttum á amazon.com).
6. Hvað borðar þú í morgunmat? Ég borða ekki morgunmat (usss Gróa).
7. Hvað langar þig að gera þegar þú ert orðin stór? Mig langar að gefa út bækur með námsefni fyrir yngstu nemendurnar.
8. Geturðu snert nefið á þér með tungunni? Neibb ekki einu sinni nálægt því.
9. Hvað veitir þér innblástur? Náttúran, sólsetrið, sólarupprás, vinir, fjölskylda, vinnan og annað fallegt.
10. Hvað er miðnafnið þitt? Heiti ekki miðnafni - langaði samt alltaf að heita Sigrún .
11. Strönd, borg eða sveitasæla? Sveitin er mesta sælan.
12. Sumar eða vetur? Vetur, ekki spurning.
13. Uppáhalds ís? Allur bleikur ís :)
14. Smjör, salt eða sykur á popp? Salt, en oh my god hvað er gott að setja smjör!
15. Uppáhaldsliturinn þinn? Auðvitað blár!
16. Hvað er best á samloku? Hmmm mér finnst skinkusalat alltaf best og líka kjúklingasamlokur.
17. Hvert fórstu síðast í frí? Hmmm ég held það hafi nú verið í sumar í Chattanooga, ef frí skyldi kalla.
18. Hvaða persónueiginleika fyrirlíturðu? Hroka, snobb og undirförult fólk.
19. Ef þú ynnir stóra pottinn í lottóinu, hversu lengi myndir þú bíða áður en þú segðir fólki frá því? Þagað til ég fengi aurana, eftir það myndi ég segja öllum sem skipta mig máli.
20. Sódavatn eða venjulegt vatn? Frekar venjulegt.
21. Hvernig er baðherbergið þitt á litinn? Hvítt og blátt :)
22. Hvað eru margir lyklar á lyklakippunni þinni? Alltof margir, búin að skipta kippunum i þrennt. Held ég sé með alla vega fimm lykla af mismunandi hurðum í skólanum.
23. Hvar ætlar þú að eyða ellinni? Í stuði á elliheimili, ætla að skoða heiminn og spila bingó!
24. Getur þú jögglað? Það efast ég um, veit ekki einu sinni hvað það er!!!
25. Uppáhaldsdagur vikunnar? Er alltaf hrifin af miðvikudögum og svo er alltaf gaman á föstudögum.
26. Hvítvín eða rauðvín? Hvítvín, þrátt fyrir mikinn slappleika af drykkju þess.
27. Hvernig eyddir þú síðasta afmælisdegi? Man það hreinlega ekki, held ég hafi haldið upp á afmæli þar sem fáir mættu.
28. Ertu með líffæragjafarkort? Neibb, en þarf að fara á stúfana og leita að einu slíku.
29. Hvort myndir þú vilja eignast strák eða stelpu? Fyrst stelpu og síðan strák og svo aftur stelpu - nema ég eignist tvíburana sem allir vilja spá mér!
30. Ertu feministi? Hmmm....nei ég held ekki, á maður að vera það?
31. Flottasti líkamhlutinn á hinu kyninu? Augun, augun, augun og svo hendur og svo rassinn....æi þetta þarf allt að spila saman.
32. Elskar þú einhvern? Ég elska fjölskyldu og vini mína, stóra ástin er nú samt ófundin.

GAMAN, GAMAN.....!

0 comments:

Post a Comment

<< Home