Þvottaplanið
Ég losaði mig við síðustu DNA sýni af fyrri eigendum í dag. Ég náði loksins, loksins, loksins klósettsetunni af dollunni. Ég get svarið það, ég hafði varla geð á þessu ljóta klósetti. Alla vega náði ég setunni af og þvoði hana með gamla uppþvottaburstanum og henti honum svo, inn í smáu rifurnar notaði ég svo gamlan tannbursta og henti honum svo líka.....! Nema það sé gestatannburstinn??? og þetta var sagan um ógeðslegu klósettsetuna. Nú er bara spurning hvenær nýja, sæta, flotta bláa klósettsetan mín ákveður að fljúga heim frá Ameríkunni.
Alla vega. Ég fór með glæsikerruna mína á þvottaplan í dag. Þegar ég lagði af stað var fínasta verður úti svo ég smellti mér bara í jogging peysu yfir stuttermabol. Á þvottaplaninu eru tveir bílar í röð og því er ég bíll númer þrjú í röðinni. Þegar röðin kemur að mér er aðeins farið að dropa úr loftinu, samt engin rigning bara smá dropar. Ég fer því út á peysunni og byrja að svampa skítugasta bíl í heimi. Þegar ég er búin með aðra hliðina á bílnum er hægt að dropa, þá er farið að rigna - og það engin smá rigning......en hvað er verra en skítugur bíll? bíll sem er bara skítugur öðru megin. Ég ákvað því að láta rigninu ekki halda aftur af mér og ræðst óhrædd á hina hliðina. Þegar ég var búin að svampa hana og byrja að skola er hætt að rigna, já það er hætt að rigna!!! Það er farið að snjóa, snjóa! En ég verð náttúrulega að skola sápuna og þegar því er lokið er hætt að snjóa óóójá. Ég stekk nú inn í bíl því ég stend á joggingpeysu úti í brjáluðu hagléli, það lamdi minns bara í framan.
Alveg merkilegt þegar maður fær svona sýnishorn af veðrabrigðum Íslands á innan við tíu mínútum. Og Janus greyið á peysunni, orðin gegnblaut og ískalt...!
Svona var Ísland í dag!
Alla vega. Ég fór með glæsikerruna mína á þvottaplan í dag. Þegar ég lagði af stað var fínasta verður úti svo ég smellti mér bara í jogging peysu yfir stuttermabol. Á þvottaplaninu eru tveir bílar í röð og því er ég bíll númer þrjú í röðinni. Þegar röðin kemur að mér er aðeins farið að dropa úr loftinu, samt engin rigning bara smá dropar. Ég fer því út á peysunni og byrja að svampa skítugasta bíl í heimi. Þegar ég er búin með aðra hliðina á bílnum er hægt að dropa, þá er farið að rigna - og það engin smá rigning......en hvað er verra en skítugur bíll? bíll sem er bara skítugur öðru megin. Ég ákvað því að láta rigninu ekki halda aftur af mér og ræðst óhrædd á hina hliðina. Þegar ég var búin að svampa hana og byrja að skola er hætt að rigna, já það er hætt að rigna!!! Það er farið að snjóa, snjóa! En ég verð náttúrulega að skola sápuna og þegar því er lokið er hætt að snjóa óóójá. Ég stekk nú inn í bíl því ég stend á joggingpeysu úti í brjáluðu hagléli, það lamdi minns bara í framan.
Alveg merkilegt þegar maður fær svona sýnishorn af veðrabrigðum Íslands á innan við tíu mínútum. Og Janus greyið á peysunni, orðin gegnblaut og ískalt...!
Svona var Ísland í dag!
3 comments:
At 9:03 PM, Sveinsína said…
Djöf.... varstu fljót að þvo bílinn, ekki nema 10 mínútur. Hvað tekurðu fyrir að þvo minn?
At 5:46 PM, Gugga said…
Þú mátt þvo minn líka
At 4:17 PM, Tilvera okkar.... said…
Ekki málið dömur....allt hægt fyrir rétta verðið!!!!!
Post a Comment
<< Home