...og það er aftur komin helgi!
Það er alveg með ólíkindum hvað tíminn er fljótur að líða. Á morgun er hvorki meira né minna en fyrsti í aðventu....fyrsti í aðventu.
Í fyrrakvöld lá ég í sófanum og horfði á Harry Potter númer 1 og 2 með vini sem ekki var búinn að sjá né heyra neitt af herra Harry. Ég átti ekki mynd númer 3 enda varð ég fyrir miklum vonbrigðum með hana þegar ég fór á hana í bíó. Ég var því með óræðar kröfur þegar ég fór í bíó í gærkvöldi með Guggunni að sjá fjórðu myndina um galdrastrákinn Harry. En mér til mikillar ánægju er mynd númer 4 alveg geggjuð. Ég náttúrulega át upp bæði neglur og fingur af spenningi - þarna náðu þeir alveg að vinna upp vonbrigðin af þriðju myndinni. Alveg ótrúlega fyndið að sjá leikarana eldast, Ron hefur vald á alveg mögnuðum svipbrigðum og hann er allt í einu mættur bara með vöðva í stað spóaleggja :)
Það er eitthvað að öxlinni á mér, ég hlýt að hafa tognað eða eitthvað því um líkt því ég get varla lyft upp vinstri hendinni. Það krafðist til að mynda mikilla hæfileika að koma sér úr haldaranum í gærkvöldi því það var vonlaust að koma hendinni fyrir aftan bak!!! Endaði á að klæða mig úr honum eins og buxum....alveg magnað.
....og svo mann haldi áfram, komst ekki að í nýja matreiðsluþættinum á Skjá einum, kötturinn minn rembist við að verða hárlaus því ef ég ryksuga ekki að minnsta kosti einu sinni á dag breiðist svart teppi yfir parketið í íbúðinni. Hanna Lísa var að eignast strák. Sigrún frænka er í Kína að ná í Margréti sína og mig dreymir endalaust flóð. Ég hrökkt til að mynda upp í morgun því það draup svo mikið vatn niður úr loftinu beint á hausinn á mér þar sem ég lá í rúminu. Samkvæmt amerískri draumaráðningum þýðir það að dreyma vatn þetta: Cleansing. Life. Emotions. Ask yourself about your current feelings!!! http://www.petrix.com/dreams/b.htm Hmmmm....hvað gæti það þýtt?
Svo er nú það, framundan er þrítugsafmæli hjá Söndru Dögg. Þar á að taka á móti 30. aldursárinu með partýi aldarinnar.
Later!!!
Í fyrrakvöld lá ég í sófanum og horfði á Harry Potter númer 1 og 2 með vini sem ekki var búinn að sjá né heyra neitt af herra Harry. Ég átti ekki mynd númer 3 enda varð ég fyrir miklum vonbrigðum með hana þegar ég fór á hana í bíó. Ég var því með óræðar kröfur þegar ég fór í bíó í gærkvöldi með Guggunni að sjá fjórðu myndina um galdrastrákinn Harry. En mér til mikillar ánægju er mynd númer 4 alveg geggjuð. Ég náttúrulega át upp bæði neglur og fingur af spenningi - þarna náðu þeir alveg að vinna upp vonbrigðin af þriðju myndinni. Alveg ótrúlega fyndið að sjá leikarana eldast, Ron hefur vald á alveg mögnuðum svipbrigðum og hann er allt í einu mættur bara með vöðva í stað spóaleggja :)
Það er eitthvað að öxlinni á mér, ég hlýt að hafa tognað eða eitthvað því um líkt því ég get varla lyft upp vinstri hendinni. Það krafðist til að mynda mikilla hæfileika að koma sér úr haldaranum í gærkvöldi því það var vonlaust að koma hendinni fyrir aftan bak!!! Endaði á að klæða mig úr honum eins og buxum....alveg magnað.
....og svo mann haldi áfram, komst ekki að í nýja matreiðsluþættinum á Skjá einum, kötturinn minn rembist við að verða hárlaus því ef ég ryksuga ekki að minnsta kosti einu sinni á dag breiðist svart teppi yfir parketið í íbúðinni. Hanna Lísa var að eignast strák. Sigrún frænka er í Kína að ná í Margréti sína og mig dreymir endalaust flóð. Ég hrökkt til að mynda upp í morgun því það draup svo mikið vatn niður úr loftinu beint á hausinn á mér þar sem ég lá í rúminu. Samkvæmt amerískri draumaráðningum þýðir það að dreyma vatn þetta: Cleansing. Life. Emotions. Ask yourself about your current feelings!!! http://www.petrix.com/dreams/b.htm Hmmmm....hvað gæti það þýtt?
Svo er nú það, framundan er þrítugsafmæli hjá Söndru Dögg. Þar á að taka á móti 30. aldursárinu með partýi aldarinnar.
Later!!!
0 comments:
Post a Comment
<< Home