Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, November 27, 2005

Nöfnin...!

Það eru 663 Kristjönur á Íslandi og svo eru 123 sem bera nafnið Kristjana sem 2. eiginnafn. Algengasta kvenmannsnafnið er náttúrulega Guðrún og svo Anna, Sigríður og Kristín. Rétt upp hönd sem þekkja ekki einhverja sem ber eitthvað af þessum nöfnum.

Algengasta karlmannsnafnið á Íslandi er náttúrulega Jón, svo kemur Sigurður, Guðmundur og Gunnar. Rétt upp hönd sem ekki þekkja einhvern með þessum nöfnum?

Svo kemur að því merkilegasta. Ég hef tekið eftir því í kennslunni að nöfnum sérstaklega karlmannsnöfnum sem byrja á bókstafnum A hefur fjölgað gríðarlega á stuttum tíma. Samt benti ekkert til þess að þessi nöfn kæmu fram sem algeng í Þjóðskrá, en ég var ekki að leita á réttum stað. Sko! Algengasta tvínefni á Íslandi í dag er nafnið Jón Þór og þar á eftir er Gunnar Þór. En svo skoðar maður áfram - algengustu nöfn gefin drengjum 0-4 ára. Þar kemur þetta fram, og það meira að segja mjög greinilega. Þar er algengasta tvínefnið Andri Snær, svo Sindri Snær, svo Aron Ingi, Andri Þór, Arnar Freyr, Mikael Máni, Alexander Máni, Aron Freyr og Andri Freyr. Af níu algengustu tvínefnunum byrja aðeins tvö þeirra á öðrum staf en A!!! Merkilegt finnst ykkur ekki?

Hjá konunum er þetta svona, Anna María, Anna Margrét, Anna Kristín, Linda Björk, Anna Sigríður - þar er sem sagt inn að heita Anna!! Þar hafið þið það!

Og svo smá fróðleikur í lokin - Á Íslandi er leyfilegt að skíra stúlkur Alída, Alvilda, Askja og Arís. Á Íslandi er líka leyfilegt að skíra drengi Arent, Aríel, Alfons og Adríel. Rétt upp hönd sem þekkja einhvern sem ber eitthvað af þessum átta nöfnum!!!

Áfram mannanafnanefnd!

2 comments:

  • At 10:21 AM, Blogger Sveinsína said…

    Ég þekki einn Alfonso en hann er ekki Íslendingur.

     
  • At 4:41 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæhæ.. ég heiti Alida.... með i samt og er alíslensk... og þekki 2 aðrar.

     

Post a Comment

<< Home