Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Friday, December 02, 2005

Föstudagskvöldið heima!

Eins og þið kannski rákuð augun í varð mamma fimmtug á miðvikudaginn. Hún harðneitaði að hafa veislu sem mér fannst mjög bagalegt því mér finnst svo gaman í veislum :) Þar sem ég er stjórnmálaþurs eins og Gróa frænka ákvað ég í samvinnu við karl föður minn og systkini að sjóða saman svona ekta ameríska suprize veislu! Ég var alveg búin að ákveða hvernig yrði staðið að málum, hvar fólkið myndi leggja bílunum sem mömmu grunaði ekkert og þar fram eftir götunum. En hvað gerist??? Pabbi guggnar á þessu og segir mömmu bara allt....pffffffffffff ég sem hlakkaði svo til að bregða mömmunni.

Rökin hans pabba voru þessi "ég á engin leyndarmál fyrir besta vini mínum!". Þau eru heppinn að vera bestu vinir - en ég er samt svekkt yfir óvæntu veislunni minni. En það verður samt veisla, morgunkaffi í fyrramálið og ég er búin að panta að vera eldhúsmellan!

Í dag er 2. desember. Ekki merkileg dagsetning, aðeins 22 dagar til jóla. Aðeins 18 dagar í jólafrí. Aðeins 8 dagar í stórtónleikana. Aðeins 4 dagar þangað til leikritin mín, 9 stykki, verða frumsýnd, úfff úfff stress, stress!

Það sem er merkilegast við þennan dag að akkúrat fyrir ári síðan upplifði ég versta dag sem ég hef nokkurn tíma þurft að láta líða. Jú, jú með 40 stiga hita, geggjaða eyrnarbólgu, og svoooo stórt fótspor á pumpunni.....tilhugsunin ein kallar fram alls kyns tilfinningar og það ekki góðar. Hef engan vegin fundið það í hjarta mér að fyrirgefa þennan dag og mun sennilega aldrei gera það. Þessi leikur heldur aftur af mér enn í dag því ég er svo hrædd um að verða aftur barin svona niður. Já, já....ári síðar, ennþá bitur, ennþá reið, hvernig má það vera? ...........hér á eftir var ég búin að skrifa langa romsu en ákvað að stroka hana út því hún hefði litið svona út...bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb!!!!!!!!!!!!!!!! látið hugan reika!!!!!

Það hefur nú gríðarlega mikið breyst á þessu ári. Fyrir það fyrsta bý ég ekki lengur í Keflavík, ég á núna mína eigin íbúð (alla vega með bankanum), ný vinna, nýjir vinir, ný börn og það stærsta og það sem mestu máli skiptir, að vera reynslunni ríkari! Hver veit nema einhvern daginn Janus litli leyfi sér að opna sig á ný? Hver veit?

Eníhú...þarf að vakna um klukkan sex því veislan byrjar með látum klukkan átta - fara að hátta!

Sjáumst!

0 comments:

Post a Comment

<< Home