Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, November 30, 2005

Mamma afmælisbarn!

Mamma og pabbi á leiðinni á ball!

Í dag 30. nóvember árið 2005 á mamma mín fimmtíu ára afmæli. Mamma mín heitir Hanna Birna Bjarnadóttir. Hún er dóttir Bjarna Guðmundssonar og Bjarnfríðar Einarsdóttur. Mamma er fædd og uppalin á Drangsnesi á Ströndum. Við fermingaraldur flutti hún svo með sinni fjölskyldu í Garðinn á Reykjanesinu. Mamma mín á átta systkini. Sjö þeirra eru á lífi í dag, þau heita Helga, Gréta, Einar, Ívar og tvíburasysturnar Öddu og Imbu. Mamma á svo einn bróðir sem fæddist andvana og hún á líka tvíburasystur á himnum en hún var skírð Kristjana, hún lést sama dag og hún kom í þennan heim.

Mamma fluttist svo á Selfoss þegar hún var fimmtán ára og bjó þá hjá Grétu systur sinni, hún kláraði grunnskólann og á Selfossi. Fljótlega eftir grunnskólann kynntist mamma svo pabba mínum sem heitir Páll Guðni og er Egilsson. Saman byggðu þau húsið í Hrísholtinu sem ég ólst upp í. Við systkinin erum þrjú Gunna sem er fædd 1975, ég sem er fædd 1977 og Siggi Svanur sem er fæddur árið 1982.

Þegar ég var að alast upp vann mamma sem dagmamma og því var húsið alltaf fullt af börnum. Við systkinin vorum því svo heppinn að hafa mömmu alltaf heima þegar skólinn var búinn. Þegar við fórum að eldast fór mamma að vinna, hún vann í eldhúsinu á sjúkrahúsinu á Selfossi, hún var að skúra hjá Siggu tannlækni. Svo dreif mamma sig í skóla og kláraði stúdentsprófið árið 1996. Eftir það fór mamma að kenna í Sólvallaskóla á Selfossi, það var ekki uppáhaldsstarfið hennar. Eftir þetta ákvað mamma að fara aftur í skóla og þann skóla kláraði hún nú í vor og getur núna titlað sig klæðskera. Nú horfir maður á verkefnastaflann hjá henni og oh my god hvað hún hefur of mikið að gera.

Mamma mín er eins og allir sem þekkja hana vita afskaplega góð kona. Fjölskyldan þ.e. maður, börn og nú barnabörn eru alltaf í fyrsta sæti hjá henni. Stundum þannig að manni finnst nóg um því oft gleymir hún sér í því að hugsa um okkur hin.

Við syngjum því júbbí jei, afmælisbarninu til heilla….Til hamingju með daginn elsku mamma mín, þú ert fullkomin móðir og frábær manneskja.

0 comments:

Post a Comment

<< Home