Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, December 11, 2005

Nokkrir punktar!

Ég fór með öll blöð í gáminn í morgun, var búin að eyða morgninum í að taka til og þetta var svona nánast lokapunkturinn í þeirri tiltekt. Ég var í stuttbuxum og bol, smellti svo yfir mig úlpu og fór í klossa. Tæmdi úr pokunum í gáminn og ætlaði svo inn aftur og áttaði mig svo á því, mér sjálfrar til mikillar gremju að ég var lyklalaus....fock! Langt síðan ég læsti mig síðast úti og það er nú meira vesenið. En jæja komst inn að lokum.

Miss world er ungfrú Ísland - frábært einu sinni enn. Allir svo sætir hér :) Hlakka til að heyra hvað Julia segir núna :)

Fór á tónleika klukkan fjögur í dag. Frostrósir héldu tónleika með tilþrifum. Þetta var allt saman mjög skemmtilegt þó nokkur mistök hafi átt sér stað. Ég sat á öðrum bekk og í beinni sjónlínu hafði ég Hrönn - eina af börnunum sem ég fór með út í sumar, hún var að syngja með kórnum sínum þar. Gaman að fylgjast með henni. Fyndnasta var samt rétt áður en tónleikarnir byrjuðu þá var Forseta Íslands og konu hans fylgt í salinn. Það var ekkert smá fyndið því konan sem var í sætinu við hliðina á herra forseta hafði náttúrulega bara pantað miðana sína á netinu og grunaði ekkert hver myndi sitja við hliðina á henni. Hún var að horfa í aðra átt þegar forsetinn kemur, svo lítur hún við og stekkur upp í sætinu sínu, augun opnast eins mikið og hægt er. Hún snýr sér skelfinu lostin að vinkonu sinni við hina hliðina á sér og segir.....oh my god þetta er forsetinn!! En hvað það er æðislegt að forsetinn geti gert þetta - bara skroppið á tónleika með öllum hinum.

Eftir tónleikana fór ég svo í bíó með Öllunni minni. Fórum að sjá The Ice....eitthvað. Ágætis afþreying og nokkur fyndin móment í henni. Á leiðinni í bíó var ég að hlusta á Létt (eins og venjulega). Var að hlusta með öðru eyranu og allt í einu heyrði ég...svo ef þig langar í bíó er númerið 515-6967. Ég reif upp símann og súbb, súbb ég fékk 5 miða í bíó - það verður því vinkonuferð næsta þriðjudag á einhverja mynd.....var ekki alveg að hlusta.

......og svo ekki meir, kíkti aðeins niður í bæ með Öllu, fyndið að fara inn á Ölstofuna þegar það er ekkert fólk þar inni. Ölstofan er ekki eins lítil og hún lítur út fyrir að vera!!

Vá hvað þetta var ekki spennandi færsla.

0 comments:

Post a Comment

<< Home