Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, December 17, 2005

Sirkus

Ég hef tvisvar sinnum farið í Sirkus, einu sinni í móanum á móti Fossnesti gamla og einu sinni í Grand Rapids í Michigan. Hvort tveggja var þetta léleg skemmtun og það sem helst situr í minningu er einmana dansandi fíll :(

Svo er til Sirkus sjónvarpsstöð. Þar er hægt að horfa á Friends í bunkum a.m.k. fyrir þá sem eiga ekki allir seríurnar fyrir. So you think you can dance hefur líka komið skemmtilega á óvart. En!!! litla snót geislum baða.....það á að fara að sýna AMERICAN IDOL á Sirkus eftir áramótin. Jei!

Svo kemur stóra sjokkið og haldið ykkur fast. Slúðurblaðið Sirkus! Ég man reyndar ekki alveg orðrétt hvað stóð en fyrirsögnin var eitthvað á þessa leið "þú verður að prófa að ríða í rass, annars er bara eins og þú sért hrein mey"!!! Þetta sögðu þrjár stúlkur sem verið var að tala við á aldrinum 21-22 ára. Úfff ég fór að velta fyrir mér hver markhópurinn fyrir þetta blað væri, og hugsa með velgju um yngri en tvítugt ára stúkur sem fengu sjokk við lestur þessarar greinar. OJ! Ég segi nú bara ég líkist Jóu frænku meira og meira með hverjum deginum sem líður :)

Og svo er búið að klámvæða jólasveininn (hef þetta eftir feminista í sjónvarpinu, því ég er í alvörunni ekki Jóa frænka). Í auglýsingu frá Egils fyrir jólin fær jólasveininn ekki lengur að vera með ístru, rautt nef og skósítt skegg, nei í þessari auglýsingu er jólasveininn með strípur, ljósabrúnku, með six pack og flaksandi jólasveinabúning :) Ég ætla að setja skóinn minn út í glugga í nótt og vona að jólasveininn í Egils auglýsingu komi og gefi mér í skóinn....eða eitthvað í þá áttina.

.....Jóa frænka var kúl gella!!!

2 comments:

  • At 3:59 PM, Blogger Halla said…

    Það er alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt:)
    Hver er Jóa frænka? Og hvað gerði hún af sér?
    KNúúúúúúS

     
  • At 9:01 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Jóa frænka var pi, pi, pi, piparkerling...tralalalala!!

     

Post a Comment

<< Home