Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, December 18, 2005

Hjálpum þeim!!

Já er ekki bara komin fjórði í aðventu og ég ekki ennþá búin að smella upp aðventuljósinu mínu! Það er ekki úr fleiri gluggum að moða og ég er ekki það hrifin af svona aðventuljósi að ég fari að teppa einn glugga með slíku ljósi. Ég keypti mér jólatré áðan, ég bara stóðst það ekki. Tréið er metershátt, með innbyggðum mislitum ljósum og búið til úr fjöðrum. Liturinn gerir svo gæfumuninn, það nefnilega blátt sjáiði til.

Í gær keypti ég restina af jólagjöfunum, er ekki alveg nógu ánægð með hugmyndaleysið á bakvið þessa síðustu gjöf. En það sleppur til og fullvissan um að þetta er eitthvað sem verður notað huggar mig. Ég og Alla settumst svo á kaffihús í miðbænum, drukkum kaffi og kakó og nutum þess að horfa á fólkið. Ég fór svo í bíó í gærkvöldi og hef því farið oftar á bíó á síðustu tveimur vikum heldur en allt árið…..! og geri aðrir betur. Við settumst svo í smástund á Ölstofuna, þangað til öll umræðuefni voru uppurin og þá fórum við heim.

Í dag gerði ég svo jólahreingeringuna (vá hvað þetta er langt orð). Lá á hnjánum og skrubbaði og skúraði. Það er ekkert smá fínt hjá mér og bláa jólatréð gerir náttúrulega gæfumuninn. Það er ekkert smá kósý hjá mér J

Eftir Kompás kvöldsins er það eina sem hægt er að segja þetta:

Gleymdu ekki þínum minnsta bróður
Þó höf og álfur skilji að
Kærleikurinn hinn mikli sjóður
Í hjarta hverju á sér stað
Í von og trú er fólgin styrkur
Sem öllu myrkri getur eytt
Í hverjum manni Jesú Kristur
Er mannkyn getur leitt

Á skjánum birtast myndir
Við fáum af því fréttir að hungursneyð ógni heilli þjóð
Menn, konur og börn bíði dauðans
Án hjálpar eigi enga von

Búum til betri heim
Sameinumst hjálpum þeim
Sem minna mega sín
Þau eru systkin mín
Vinnum að frið á jörð
Lífsréttinn stöndum vörð
Öll sem eitt

Á skjánum birtast myndir
Við fáum af því fréttir að hungursneyð ógni heilli þjóð
Menn, konur og börn bíði dauðans
Án bjargar eigi enga von

Búum til betri heim
Sameinumst hjálpum þeim
Sem minna mega sín
Þau eru systkin mín
Vinnum að frið á jörð
Lífsréttinn stöndum vörð
Öll sem eitt

1 comments:

  • At 3:15 PM, Blogger Gugga said…

    Blátt jólatré?!?!?!?!? Þú ert alveg ótrúleg :)

     

Post a Comment

<< Home