Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, December 27, 2005

.........og svo jólafríið áfram.

Mér finnst þetta ekki sanngjarnt gagnvart verlsunarfólki, rétt þegar jólastressið er búið og jólin raða sér á helgi....þá byrja ÚTSÖLUR!!!!!!!! Nú til að styðja verslunarfólk fór ég náttúrulega á eina útsölu í dag. Fór í Ikea og sá hinn fullkomna glerskáp sem mig langar í í stofuna mína fyrir góðan pening.....svo ef einhver þarf að losna við 20.000 þús krónur þá skal ég með glöðu geði taka þær eignarnámi.

Mér til mikillar gleði og ánægju og yndisauka og kartaflna voru loksins til höldurnar sem ég ætla að setja á fínu innréttinguna þegar það verður búið að sprauta hana. Innréttingin liggur núna í aftursætinu á bílnum mínum. 16 hurðir og 7 skúffur. Það krafðist ótrúlegrar lagni að ná þessu niður og meira að segja þurfti bara krafta á það síðasta.........merkilegt alveg hreint. Kerlan hafði það meira að segja af að gera frontið á skúffunni skítugt að innan.....Skil ekki hvernig hún fór af því!!!!

Svo var alveg fullt af jólapósti í póstkassanum mínum, sorry þið öll sem ég sendi ekki jólakort, ég er bara pínu sauður stundum. Ég get svarið það að ég gleymdi að senda öllum frændsystkinum mínum jólakort....nema Sigrúnu!!!!!!! Ég mun taka lýsi fyrir næstu jól og skrifa kort handa ykkur öllum!!!! Mér finnst svo frábært hvað fólk er duglegt að setja myndir í kortin sín, ég fékk alveg tvær brúðkaupsmyndir og fullt, fullt af barnamyndum!!!!

úfffffffff frekar scary með fólkið þarna á Frakkastígnum, sérkennileg jólasteik það árið!! Nú styttist í gest númer 30.000. Ég á ennþá gjöfina sem gekk ekki út fyrir tíuþúsundastagestinn, og svo aftur ekki fyrir þann númer 20.000! Kannski gerist það við 30.000 að hún gengur út!

Svona var 27.desember...lifið heil :)

0 comments:

Post a Comment

<< Home