Núverandi.
- Núverandi tími: 19:26.
- Núverandi föt: brúnar buxur, rauður rúllukragabolur, gulur brjóstahaldari, rauð brók og svartir s0kkar (það mætti halda að það væri þvottadagur).
- Núverandi skap: Er bara nokkuð brött eftir víndrykkju fram á morgun, finn samt skapið versna með hverri mínútu sem líður enda alveg að koma háttatími.
- Núverandi hár: Dökkt, sítt í styttum, laust.
- Núverandi pirringur: Barnaskapur og fíflagangur í skyldmennum og já er með smá hausverk eftir næturbröltið.
- Núverandi lykt: Jólagjöfin frá Sigga og Önnu sem heitir Miracle frá Lancome.
- Núverandi hlutur sem þú átt að vera að gera: Hmmmm ég er í jólafríi svo ég á ekki að vera neitt krefjandi.....þess vegna sit ég bara og blogga :)
- Núverandi skartgripur: Ég veit þið trúið því ekki en........ég er ekki með einn einasta skartgrip, ekki einu sinni úr.....bara mitt undurfallega bros :)
- Núverandi áhyggjur: Barnaskapur og fíflagangur í fullorðnum skyldmennum.
- Núverandi löngun: Mmmmmmmmm sandur og sól og fír!
- Núverandi ósk: Mmmmmmmmmmm sandur og sól og fír!
- Núverandi farði: Maskari!
- Núverandi eftirsjá: Hmmmmmm....erfitt að segja er bara nokkuð sátt með sjálfið þessa dagana!!!
- Núverandi vonbrigði: Barnaskapur og fíflagangur í fullorðnum skyldmennum!
- Núverandi skemmtun: http://www.mega.is/wg/product/product=75 .....hvað get ég sagt...ég er nörd!!!
- Núverandi ást: Ég elska sjálfa mig og kannski svolítið þig :)
- Núverandi staður: Í tölvunni hans pabba á Selfossi!
- Núverandi bók: Er ennþá að paufast í gegnum bók sem heitir Svo fögur bein :)
- Núverandi bíómynd: Er alveg með Love actually í hausnum síðan á jóladag.
- Núverandi íþrótt: stólfimi og pottalega!!! er það ekki örugglega íþrótt, það er erfiðara en skák!
- Núverandi tónlist: upptaka af aðventutónleikunum í Skálholti árið 2005, hvað get ég sagt, ég bara elska Pál Óskar!
- Núverandi lag: pffffffff my mind is empty!
- Núverandi blótsyrði: Hans í koti!
- Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: tölvast og horfast og já jafnvel pottast :)
- Núverandi manneskja sem að þú ert að forðast: Pffff forðast smorðast...komdu ef þú þorir!!!
- Núverandi hlutir inni í þessu herbergi: Skrifstofan hans pabba, rúm, köttur, ég, og svo bunki af fötum á skrifstofunni.......hvað meiniði það er engin skápur hérna inni
- Núverandi klukkarar: ég held enn í vonina og klukka þá sem ekki hafa bloggað í margar herrans vikur........Gugga, Inga, Halla, Gerður, Guðfinna og Anna Margrét..........svona hott, hott!
0 comments:
Post a Comment
<< Home